Sílikonspaði fyrir maska

Vörurnar eru í einkaeigu

Ég var í Normal hérna úti í Danmörku um daginn – eigum við eitthvað að ræða það hvað ég elska þessa búð! Á rölti mínu um búðina kom ég auga á „förðunarspaða“ frá Revolution en spaðarnir voru þrír í pakka þar sem einn var ætlaður fyrir farða, annar fyrir hyljara minnir mig og sá þriðji fyrir augun. Mér fannst náttúrulega alveg út í hött að fara ætla að nota spaðana í förðun en mér fannst hinsvegar snilldarhugmynd að nota spaðana í maska! Ég nota alltaf flata burstann úr Flawless Base settinu frá Real Techniques en ég tapa þá alltaf smá af maskanum í burstann sem ég þarf síðan að skola úr. Hversu geðveikt væri bara að nota svona gúmmíbursta sem að dregur engan maska í sig! Ég ætlaði því að skreppa heim og kíkja á Ali frænda (Ali Express) og sjá hvort ég gæti ekki nælt mér í einhvern fullkomin silíkonbursta þar sem ég þurfti ekki alla þrjá sem voru í Revolution settinu og þeir voru frekar dýrir miðað við. Áður en ég komst í það rakst ég á svipaða silíkonspaða í Flying Tiger en þeir spaðar voru ætlaðir í hárlitun og kostuðu ekki nema 20kr danskar sem er um 360 kall íslenskar.

Í pakkanum var einn stór spaði og einn lítill skáskorinn spaði, sem þið sjáið hérna á myndinni. Mér fannst þessi litli virka fullkominn í maskaásetningu svo ég greip tækifærið og greip með mér einn pakka heim frá Tiger. Ég veit ekki hvort að þetta er til heima í Tiger en mér finnst það mjög líklegt þar sem ég held að úrvalið sé næstum því það sama.

Ef þið eruð að nota maska sem er í krukku er snilld að taka maskann á handabakið með endanum á spaðanum og nota síðan spaðann sjálfann til þess að dreifa úr maskanum á andlitið.

Ég þurfti smá að venjast spaðanum, enda mjög vön að nota bara bursta og hendurnar en ég hugsa að þegar ég kemst á lagið með það verði ásetningin mikið fallegri og jafnari hjá mér.

Eins og þið sjáið er varla arða eftir af maskanum á spaðanum svo öll varan er á smettinu á mér og fer því ekki í vaskinn. Hversu mikil snilld er það! Ég hugsaði líka til hreinlætis þegar ég keypti burstann en það er mun auðveldara að halda þessum bursta hreinum heldur en venjulegum gervihárabursta þar sem það er hægt að taka þennan alveg í sundur og skola hann.

Algjör snilld til þess að nýta vöruna alveg til hins ýtrasta, þá sérstaklega ef að maskinn sjálfur var ákveðin fjárfesting!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar eru í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Three Part Harmony frá Origins
Ég spurði á Instagram hvort þið mynduð vilja sjá umsögn af nýjustu vörunum úr Three Part Harmony línunni frá Origins og það kom mér á óvart hve...
Sneak Peak: NÝTT frá L'Oréal
Stundum borgar sig að búa úti í DK en ég fæ mjög oft forsmekkinn af því sem koma skal hjá L'Oréal! Að þessu sinni eru það dýrindis sykurskrúbba...
Húðhreinsunin mín í nýju landi + Nýi svampurinn frá RT
Fyrir ykkur sem hafið ekki komið til Danmerkur áður þá er rakinn hérna alveg svakalegur. Mér fannst eins og ég hafi labbað á vegg þegar ég ko...
powered by RelatedPosts