Shiseido rakabombur!

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

_MG_4953-2

Gleðilegan Euró-dag! Ætla ekki annars allir að horfa í kvöld þegar hún Gréta stígur á svið fyrir Íslands hönd? Ég efast nú ekki um það að hún komist upp úr undankeppninni án þess þó að ég „jinx-i“ eitt né neitt ;) Til að dreifa huganum smá frá Euró spenningnum sem fer stígvaxandi hjá mér með hverju árinu sem líður þá langar mig að sýna ykkur tvær rakabombur frá Shiseido sem sjá svo sannarlega um að dekra við húðina mína þessa dagana.

_MG_5002

Vörurnar tvær sem mig langaði að sýna ykkur koma frá IBUKI línunni hjá Shiseido en IBUKI á japönsku þýðir „inner strength“ eða innri styrkur. Vörurnar úr línunni eiga að hjálpa húðinni að berjast við þurrk og ójafna áferð sem og að styrkja hana. Ég er núna búin að prófa þessar vörur á sjálfri mér í mánuð og tel mig því geta sagt ágætlega frá því hvort það sé eitthvað til í þessum staðhæfingum hjá Shiseido :)

_MG_4984

Fyrsta varan sem ég er búin að vera að prófa er þetta IBUKI rakasprey sem heitir IBUKI Quick Fix Mist. Speyið á í stuttu máli sagt að hjálpa húðinni að viðhalda raka yfir daginn sem og að auka endingu farðans á andlitinu.

_MG_4985

Spreyið sjálft er í mjög handhægum umbúðum en á myndinni getið þið séð vel stærðina á flöskunni. Hugsunin á bakvið spreyið er að mörgu leiti sú að einstaklingar geta ferðast með vöruna og spreyjað henni á sig yfir daginn til að veita húðinni aukið orkubúst og aukinn raka þegar hún kallar á það. Þegar nota á spreyið skal halda því aðeins frá andlitinu svo að úðinn dreifast jafnt yfir það og spreyja svo 4-5 sinnum úr flöskunni. Ef þú ert ekki með farða á andlitinu þá má taka fingurna og nudda vökvanum inn í húðina. Spreyið er þykkara en önnur rakasprey sem ég hef prófað en það spreyjast þó mjög auðveldlega úr flöskunni svo það kemur ekki að sök. 

_MG_4973

Eftir að hafa notað spreyið mitt í mánuð og klárað mikið af því á þeim tíma get ég sagt að ég sé mjög ánægð með það, enda hef ég alltaf verið smá veik fyrir svona spreyjum. Það er bara eitthvað svo frískandi við það að úða rakabombum yfir andlitið þegar líður á daginn. Þetta er minn kaffibolli fyrst ég drekk nú ekki kaffi ;)

Screen Shot 2016-05-10 at 17.36.49

Spreyið stendur sig vel í því að viðhalda raka í húðinni en ég myndi þó ekki segja að það henti rosalega vel til þess að festa farða. Úðinn hreyfir þó ekki við honum sé því spreyjað yfir andlitið svo manni er alveg óhætt að nota það yfir daginn jafnvel þótt maður sé farðaður.

_MG_5017

Hin IBUKI varan sem ég er búin að vera að prófa heitir IBUKI Beauty Sleeping Mask og er eins og nafnið gefur til kynna maski sem maður sefur með. Í maskanum sem er í einhverskonar gel formi er að finna lítil C og E vítamínkorn sem bráðna inn í húðina við notkun og gefa húðinni ljómandi yfirbragð ásamt því að veita henni mikinn raka. Maskann ber ég á andlitið áður en ég fer að sofa og leyfi húðinni að drekka hann í sig við nætursvefninn. Með maskanum fylgir lítill spaði sem ég nota til að taka vöruna úr krukkunni svo að fingurnir snerta aldrei maskanns sem ég er ekki að fara að nota. Þannig er hægt að koma í veg fyrir að bakteríur og óhreinindi berist í hann.

_MG_5062

Þegar ég prufaði maskann í fyrsta skipti setti ég alltof mikið af honum á mig svo treystið mér þegar ég segi að það þarf bara pínkulítið af honum við hverja notkun! Ég losaði mig samt við afganginn af maskanum með því að klína honum framan í kærastann þegar hann var nýbúinn að raka sig, bara svona eins og maður gerir… Daginn eftir sagði hann við mig að honum hafði sjaldan liðið jafn vel í húðinni eftir rakstur. Hún var bæði mjúk og hann fann ekki fyrir þessari týpísku ertingu sem hann er vanur að finna eftir raksturinn. Síðan þá hefur hann fengið að stelast í þetta hjá mér annað slagið þegar „ég set of mikið á mig“ svo maskinn er greinilega að gera eitthvað rétt þó hann sé kannski ekki beint markaðsettur fyrir karlmenn :)

_MG_5035

Um leið og ég opnaði krukkuna í fyrsta sinn tók á móti mér rosalega frískleg og hrein lykt ef svo má að orði komast. Maskinn ilmar því dásamlega og gerir það að verkum að mér finnst þetta vera algjör lúxusvara. Að finna fyrir litlu kornunum í maskanum springa þegar maður ber hann á sig gefa sömu lúxus tilfinninguna. Að mínu mati gerir maskinn það sem hann segist ætla að gera og veitir húðinni ákveðið „orkubúst“ sem veldur því að þegar maður vaknar daginn eftir þá er húðin vel nærð og ljómandi. Ég allavega elska þessa vöru og þar sem maður þarf svo ótrúlega lítið af henni í hvert sinn veit ég að hún mun endast mér í langan tíma.

Screen Shot 2016-05-10 at 17.37.52

Maskinn hefur gert húðina mína alveg ótrúlega mjúka þennan mánuð sem ég hef notað hann og alltaf þegar ég vakna daginn eftir hef ég ekki þurft að bera á mig dagkrem þar sem húðin mín er svo stútfull af raka. Þá spreyja ég frekar nokkrum úðum af IBUKI rakaspreyinu yfir andlitið og það dugar mér yfir daginn. Ég er ekki með miklar ójöfnur í húðinni svo ég get því miður ekki sagt til um það hvort að maskinn hjálpi til við að laga þær en ég get þó sagt að hann veitir manni mikinn ljóma.

_MG_5050

Eftir mikla prófun og pælingar þá get ég sagt með vissu að þetta séu æðislegar rakabombur frá Shiseido sem hjálpa húðinni að vera upp á sitt besta. Þær henta því fullkomlega fyrir sumarið þegar maður leggur þung meik á hilluna, treystir á góða húð og tekur fram léttari farða! ❤

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Three Part Harmony frá Origins
Ég spurði á Instagram hvort þið mynduð vilja sjá umsögn af nýjustu vörunum úr Three Part Harmony línunni frá Origins og það kom mér á óvart hve...
Sneak Peak: NÝTT frá L'Oréal
Stundum borgar sig að búa úti í DK en ég fæ mjög oft forsmekkinn af því sem koma skal hjá L'Oréal! Að þessu sinni eru það dýrindis sykurskrúbba...
Hvernig á að nota FIX+ frá MAC - Nú með lykt!
Ef það er einhver vara frá MAC sem mér finnst vera algjört "must" og ég tel að allir geti notað þá er það FIX+ spreyið. Mig langaði því að gera...
powered by RelatedPosts