Sett fyrir góða grunnförðun!

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

_MG_9557

Það virðist ekkert lát ætla að vera á nýjungum frá Real Techniques og ég ætla svo sannarlega ekki að kvarta yfir því! Fyrir nokkrum vikum kom Ultimate Base settið á markað hér heima og ég ætlaði að vera löngu búin að sýna ykkur það betur en svona er þetta – maður getur ekki allt!

Ég ætla hinsvegar að bæta úr því núna og sýna ykkur betur hvað leynist í settinu :) Ef þið eruð rétt að byrja á förðunarburstasafninu ykkar og eruð að leita að góðum burstum sem hjálpa ykkur að ná hinni fullkomnu grunnförðun þá er þetta án efa settið sem þið ættuð að kíkja á. Ég myndi meira að segja mæla með því fram yfir Core Collection settið þar sem að þetta sett inniheldur víðfræga RT svampinn. Settið kemur í þessum fallegu umbúðum en einhverra hluta vegna dáleiddi hliðin af kassanum mig algjörlega, mér fannst hún eitthvað svo flott. Ekki spyrja mig hvers vegna… ég er skrítin :) Settið inniheldur einn Expert Face bursta, einn Miracle Complexion svamp og einn Deluxe Concealer bursta en hann fæst einungis í þessu setti. Einnig fylgir með flott taska/mappa sem getur geymt burstana sé verið að ferðast eitthvað með þá. 

Lítum aðeins betur á hvern og einn hlut í settinu út af fyrir sig.

_MG_9628

Fyrstur er Expert Face burstinn en þetta var einmitt fyrsti Real Techniques burstinn sem ég eignaðist :) Þennan bursta má nota í ótrúlega mikið en ég elska að nota hann í kremvörur hvort sem það er farði, skygging eða kinnalitur.

_MG_9630

Burstahausinn á þessum er tiltölulega lítill fyrir andlitsbursta og rosalega þéttur svo hann á auðvelt með að blanda kremvörur lýtalaust á húðina.

_MG_9644

Næsti bursti í settinu er Deluxe Concealer burstinn en eins og ég nefndi hér fyrir ofan þá er þessi einungis fáanlegur í þessu setti.

_MG_9650

Burstinn er lítill og tiltölulega þéttur en nær á sama tíma að vera rosalega mjúkur. Þennan nota ég til að dreifa úr hyljara undir augun eða þá til að bera augnskuggagrunn á augnlokin.

_MG_9589

Fyrst þegar ég sá burstann minnti hann mig rosalega mikið á Deluxe Crease burstann úr Eye Starter settinu en hér sjáið þið mynd af þeim hlið við hlið. Þið verðið að afsaka það að fjólublái burstinn sé skítugur. Að mínu mati er rosalega lítill munur á þeim en ef ég ætti að nefna einhvern þá væri það helst að þessi appelsínuguli er örlítið mýkri. Hitt verðið þið eiginlega bara að meta fyrir ykkur sjálf :)

_MG_9638

Síðast en ekki síst inniheldur settið Miracle Complexion svampinn sem ég hef nú talað um svo oft áður að ég ætla ekki að gera það aftur hér! :) Ef þið viljið sjá ítarlega færslu um hann þá getið þið skoðað þessa HÉR sem ég skrifaði fyrir svolítið löngu síðan.

_MG_9671

Með settinu fylgir svo þessi taska, ef svo má kalla sem hægt er að nota til að ferðast með burstana. Í töskunni er ágætlega stór spegill sem ég held að sé ekki að finna í neinu öðru setti sem fæst hér á landi en einnig er í töskunni lítill plastflipi sem leggst yfir burstahárin til að vernda burstana enn frekar í ferðalögum.

_MG_9621

Ég myndi sérstaklega mæla með þessu setti fyrir þá sem eru að leita sér að flottum grunnförðunartólum en vilja geta notað tólin í fleira en bara grunnförðunina. Svo myndi ég að sjálfsögðu mæla með því fyrir alla Real Techniques safnara… Þetta er svolítið eins og í Pokémon… Gotta catch’em all! ;)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
Á augnhárunum mínum
Ég er með sérstakar kröfur þegar kemur að maskörum og þess vegna tek ég mér alltaf ágætis tíma til að prófa nýja maskara þegar þeir...
KKW x Kylie
Ég verð nú að segja að mig hefur ekkert sérstaklega mikið langað til að prófa neitt frá Kylie Cosmetics fyrr en nú! Ég held að það hafi að ge...
powered by RelatedPosts