September Iðunn box og stórt þakklætisknús til ykkar!

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

_mg_3807

Vá vá vá!!! Mig langar bara byrja á því að þakka ykkur öllum kærlega fyrir móttökuna á prjónuðu slaufunum mínum! Ég hefði aldrei trúað þessum mikla stuðning og ég verð alveg klökk að sjá hversu tilbúið fólk er til að styðja við þetta málefni. Öll fallegu orðin sem ég hef svo fengið send frá ykkur í leiðinni ylja mér alveg um hjartarætur og mig langaði bara að byrja þessa færslu á því að þakka ykkur kærlega fyrir orðin og stuðninginn en hann er mér og mörgum alveg ómetanlegur❤️

_mg_3831

En færsla dagsins verður stutt að þessu sinni en mig langaði bara rétt svo að hoppa hingað inn og sýna ykkur hvað leyndist í Iðunn boxinu í september. September var alveg hreint glataður mánuður hjá mér en ég var meira og minna veik allan mánuðinn með þrjár mismunandi flensur svo að fá boxið sent til mín var smá svona gulrót í lok mánaðarins :)

_mg_3820

Það sem leyndist í boxinu þennan mánuðinn var:

Deluxe prufa af Face Cleanser frá First Aid Beauty – Fotia.is

Honey Bronze Drops of Sun – Body Shop

Essie naglalakk í litnum Sand Tropez

Puffy the eye bag slayer – Coolcos

Farewell the scarlete pimplehell deep cleansing mud mask – Coolcos

Eitt prufubréf frá Bliss

Eitt prufubréf frá Paula’s choice.

Ég er ekki búin að hafa neinn tíma til að prófa margt af þessu fyrir utan naglalakkið og eye bag grímuna en lakkið er æði og gríman búin að koma sér að góðum notum þess dagana… segi ykkur betur frá því síðar í vikunni :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Trylltur Becca Gjafaleikur
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram þá hefur þú vonandi tekið eftir því að ég setti af stað hörku gjafaleik í gang í gær þar sem ég er að gef...
Janúar uppáhöld
Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar! L'Oréal Colorista Silver Shamopoo - Besta fjólubláa sjampó s...
Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
powered by RelatedPosts