Sephora óskalistinn #3

Færslan inniheldur auglýsingarhlekki

Enlight1

Það er sjaldan sem að Sephora óskalistinn minn er tómur og  þá sérstaklega ekki þegar það eru komnar svona margar nýjungar í búðina! Mig langaði því að taka saman lítinn óskalista því það er alltaf heilbrigt að leyfa sér að dreyma, er það ekkI? ;)

1. Metallist Liquid Foil & Glitter Eye Shadow Duo í litnum Talia

Mig hefur lengi langað í þessa dásemd en þetta er augnskuggi sem inniheldur glimmer öðru megin en fljótandi augnskugga hinumegin.

2. Viseart EyeShadow Palette Petit PRO

Ég veit að þetta er kannski ekki alveg vorlegasta eða sumarlegasta palletta í heimi en ég get bara lítið gert af því þar sem pallettan hreinlega kallar á mig! Viseart augnskuggarnir eru mjög vel metnir en ég hef aldrei prófað þá þar sem þeir eru svona í dýrari kantinum svo þessi litla palletta er tilvalin til að prófa þá í fyrsta skiptið.

3. Benefit CosmeticsCheek Parade

 Þetta er önnur kinnalitapallettan sem að Benefit gefur út og að þessu sinni er að finna báða litina af Hoola sólarpúðrinu í pallettunni. Hinir þrír kinnalitirnir eru þar að auki gullfallegir svo mig langar alveg brjálæðislega mikið í þessa pallettu því ég er viss um að ég myndi nota hana mikið!

4. Stila Magnificent Metals Glitter & Glow Liquid Eye Shadow í ltinum Smoldering Satin

Ef þið eruð ekki búin að vera sofandi undir steini síðustu vikur þá hafa þessir glimmer augnskuggar væntanlega ekki farið fram hjá ykkur á samfélagsmiðlunum. Þetta eru í eðli sínu fljótandi glimmer augnskuggar og mig langar mest að prófa litinn Smoldering Satin. Mig langar reyndar í alla litina en þar sem þeir eru frekar dýrir yrði einn að duga fyrst um sinn.

5. Estée Lauder Bronze Goddess Illuminating Powder Gelée

Þetta ljómapúður er ekkert annað en fáránlega flott en það er einmitt hluti af uppáhalds sumarlínunni minni! Þetta púður verð ég bara að eignast það er bara svoleiðis.

6. SEPHORA COLLECTION Perfection Mist Airbrush Foundation

 Farði í úðaformi frá Sephora Collection. Ég elska alla farða sem gefa létta þekju en litaleiðrétta þó húðina svo ég held að þessi úðafarði frá Sephora mun vera fullkominn í það verk.

7. Ouai Dry Shampoo Foam

Þetta er vara sem er einnig búin að vera að gera allt vitlaust upp á síðkastið en þetta er þurrsjampó í froðuformi. Það er alveg jafn skringilegt og það hljómar en mig klæjar samt í puttana mig langar svo mikið að prófa þetta!

8. Escada Agua Del Sol

Ég hef alltaf verið veik fyrir sumarilmunum frá Escada og ilmurin í fyrra er þar engin undantekning. Virkilega ferskur og flottur ilmur sem myndi sóma sér vel á húðinni fyrir sumarið.

8. Origins Bedtime Bests

Að lokum er það þessi flotti gjafapakki frá Origins. Pakkinn inniheldur allt sem maður þarf fyrir góða kvöldhúðrútínu og svo fylgir þessi fallega taska með líka. 

Hér eru svo hlekkirnir að öllum vörunum ef þið viljið skoða þær eitthvað betur :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan inniheldur auglýsingarhlekki

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Hárskrúbbur?
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram sástu eflaust í story hjá mér um daginn þegar ég skrapp í Sephora og kom auga á þennan hárskrúbb. Ég...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
powered by RelatedPosts