Sephora óskalistinn #1

Ég held það komi aldrei sá dagur í mínu lífi þegar að karfan mín er tóm á Sephora.com. Ég held það komi líka aldrei sá dagur sem ég mun leyfa mér að kaupa allar þær vörur sem ég hef safnað saman í körfuna en það er önnur saga :)

Mig langaði að deila með ykkur annað slagið hér inni hvað leynist í körfunni minni til að veita þeim sem eru mögulega að fara í Sephora smá innblástur.

1

1. Too Faced Sweet Peach Eye Shadow Collection Palette

Ég held að allir innan bjútísamfélagsins séu gjörsamlega að missa sig yfir þessari pallettu frá Too Faced! Pallettan kemur í Sephora verslanir 15. apríl og er þá í takmörkuðu magni þar sem hún er „limited edition“. Ég hugsa samt að þessi eigi eftir að koma í fasta sölu hjá merkinu miðað við viðtökurnar sem hún hefur fengið og ég vona svo sannarlega að það verði raunin. Too Faced augnskuggarnir eru með bestu formúluna að mínu mati, jafnvel betri en Makeup Geek og þá er sko mikið sagt enda er ég forfallinn Makeup Geek aðdáandi!

2. YSL Baby Doll Kiss & Blush í litnum Rose Epicuren

Ég er svolítð sein á vagninn með þessa vöru en ég prufaði hana í fyrsta skipti um daginn og varð gjörsamlega ástfangin af henni. Mig langar því strax í fleiri liti og þessi nude róslitaði litur heillar mig alveg upp úr skónum. Ég er meira að segja að pæla í þvi að gera sér færslu með þeim tveimur litum sem ég á til að sýna ykkur þá betur.

3. YSL Baby Doll Kiss & Blush í litnum Nude Insolent

Annar litur sem ég girnist af Kiss & Blush vörunni frá YSL.

4. Becca Shimmering Skin Perfector Pressed í litnum Moonstone

Eins og ég hef kannski sagt ykkur áður (man það ekki) þá fékk ég afgreiddan vitlausan lit af þessu ljómapúðri þegar ég keypti mér það. Ég ætlaði að kaupa Moonstone en fékk litinn Opal. Að sjálfsögðu langar mig því enn þá í Moonstone því að Opal er örlítið of dökkur fyrir minn húðlit.

5. Diorskin Airflash Spray Foundation

Ef þið fylgist eitthvað með bjútí-gúrúum á YT þá hafið þið eflaust tekið eftir því að þessi farði er að tröllríða öllu! Ég vona svo sannarlega að þessi rati til landsins því ef það er eitthvað að marka allar góðu umsagnirnar sem farðinn hefur fengið þá mun þessi eflaust verða jafn vinsæll hér heima og hann er úti.

6. Dior 5-Colour Eyeshadow í litnum Trafalgar

Ég veit að það er komið vor og allt það en þessi palletta er bara búin að vera föst í Sephora körfunni minni í svona ár og því verð ég að hafa hana með! Það er líka alveg hægt að nota þessa þó það sé komið vor og sumarið nálgist því í henni leynast nefnilega þrír gullfallegir litir sem smellpassa inn í vorið!

7. Urban Decay Naked Skin Weightless Concealeri

Síðast en alls ekki síst bíður þessi hyljari í körfunni minni. Ég ætlaði að kaupa hann síðast þegar ég fór til Bandaríkjanna og var meira að segja komin með hann í hendurnar en hætti við á síðustu stundu því mér finnst svolítið dýrt að borga 28 dollara fyrir hyljara. Það er að segja þegar maður er með fulla körfu af öðru dóti! Sjáum til hvort ég kaupi hann ekki bara næst þegar að ég fer :)

Þetta var allt og sumt sem mig langaði að sýna ykkur í þessari fyrstu Sephora færslu en haldið áfram að fylgjast með því karfan mín er langt frá því að vera tóm jafnvel þótt ég sé búin að sýna ykkur þessar vörur! Þar til næst ❤️

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

1 Comment

  1. Avatar
    Elín Heiða Sigmarsdóttir
    10/04/2016 / 22:00

    Ég er mikið fyrir að mála mig.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Hárskrúbbur?
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram sástu eflaust í story hjá mér um daginn þegar ég skrapp í Sephora og kom auga á þennan hárskrúbb. Ég...
Sephora óskalistinn #3
Það er sjaldan sem að Sephora óskalistinn minn er tómur og  þá sérstaklega ekki þegar það eru komnar svona margar nýjungar í búðina! Mig...
Prjónuð slaufa fyrir Bleiku slaufuna
Ef það er eitthvað málefni sem liggur mér næst þá er það Bleika slaufan. Í ár langaði mig að gera eitthvað öðruvísi en að fjárfesta einu...
powered by RelatedPosts