Seiðandi Si ilmir

Vörurnar í færslunni eru í einkaeigu

_MG_1305

Eftir að hafa fjallað um nýja Stellu POP ilminn fann ég hversu mikið ég hef saknað þess að skrifa um ilmi og ákvað því að deila með ykkur í færslu einu af uppáhalds ilmvatninu mínu. Si frá Giorgio Armani hefur verið einn af mínum mest notuðu ilmunum mínum frá því ég uppgötvaði hann fyrst vorið 2015 en þetta er einmitt ilmurinn sem ég bar við útskriftina mína frá HÍ. Hann minnir mig því óneitanlega á þann dag í hvert skipti sem ég nota hann en mér finnst svo yndislega skemmtilegt að geta tengt einn ilm við einhvern merkan viðburð í lífinu því það gefur ilminum svo miklu dýpri merkingu í hvert skipti sem maður notar hann. 

Si ilmurinn kom fyrst á markað árið 2013 og var skapaður af ilmvatnssérfræðinginum Christine Nagel en hún hefur skapað ilmi fyrir öll stærstu tískuhúsin en þar má meðal annars nefna Dior, Givenchy, Guerlain og Cartier. Hér er því algjör reynslubolti á ferð þegar kemur að því að skapa frábæra ilmi.

_MG_1358

Fyrsti Si ilmurinn sem mig langaði að segja ykkur frá er sá upprunalegi en þennan er ég búin að nota rosalega mikið frá því ég eignaðist hann. Eins og þið sjáið á flöskunni er þrátt fyrir mikla notkun heilmikið eftir af ilminum en lítið sprey af þessum endist allan liðlangan daginn. Ilmurinn er dálítið þungur að mínu mati svo ef þið eruð gjarnar á að fá hausverk af svoleiðis lykt þá gæti þessi ekki hentað ykkur en ef þið hinsvegar elskið djúpa tóna og vægast sagt seiðandi og sexí lykt (ef svo má að orði komast) þá eigið þið eftir að fíla þessa í tætlur! 

_MG_1355

Ilmurinn opnar á sætum nótum en fljótlega tekur vanillan við ásamt krydduðum nótum sem gera það að verkum að ilmurinn verður frekar djúpur eins og ég nefndi hér áðan. Hér fyrir neðan getið þið séð hverjar topp-, hjarta- og grunnnótur ilmsins eru.

Toppnótur

Cassis

Hjartanótur

Freesia, May Rose

Grunnnótur

Vanilla, Patchouli, Ambroxan, Viðarnótur

_MG_1365

Si Intense er seinni Si ilmurinn sem ég á og langaði að sýna ykkur hér í færslunni. Lyktin af þessum er mjög svipuð og lyktin af upprunalega Si ilminum hér fyrir ofan nema töluvert sterkari! Ilmurinn er þéttari en sá upprunalegi en það endurspeglast vel í nótum ilmsins sem þið getið séð hér aðeins fyrir neðan. Ilmurinn er að mínu mati fullkominn sem kvöldilmur þegar maður er að fara einhvert fínt út en ég nota hann sjálf oft fyrir svokölluð „spari“ tilefni. 

_MG_1336

Ilmurinn opnar á sterkum nótum cassis og sólberjum en einnig finnur maður vel ferskar nótur mandarínunnar og bergamot. Hér getið þið svo séð topp- hjarta- og grunnnótur Intense ilmsins.

Toppnótur

Cassis, Sólber, Mandarínur, Bergamot, Freesia

Hjartanótur

May Rose, Neroli, Artemisia, Osmanthus

Grunnnótur

Vanilla, Patchouli, Ambroxan, Viðarnótur

_MG_1309

Svona til að draga þetta saman í eina setningu þá eru þetta virkilega flottir haust- og vetrarilmir og klárlega einir af mínum uppáhalds og mest notuðu á þessum árstíma. Mæli með! :)

P.S. Á næstu dögum ætla ég svo að sýna ykkur betur gullfallegu haustlínuna frá DIOR bæði hér á blogginu og á Instagram Stories hjá Belle.is – ekki missa af því!
Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni eru í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Þessi ilmur!
Það er ekki oft sem að ilmur heillar mig alveg upp úr skónum. Ég þjáist því miður af miklu mígreni og því allar lyktir alls ekki fyrir mig þar ...
Janúar uppáhöld
Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar! L'Oréal Colorista Silver Shamopoo - Besta fjólubláa sjampó s...
Á heilanum #1 - URÐ
Mig langaði að kynna fyrir ykkur nýjan lið sem mun bætast við þetta litla blogg mitt en í honum langar mig að segja ykkur frá því sem ég fæ á...
powered by RelatedPosts