Sally Hansen – Miracle GEL

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf og eru í einkaeigu

1-6-of-6

Sally Hansen kom út með nýtt naglalakk á síðasta ári sem heitir Miracle GEL. Þetta er lína sem inniheldur hvorki meira né minna en 48 liti svo ég fékk algjöran valkvíða þegar ég fékk að velja mér einn lit til að fá í jólagjöf frá Bandaríkjaförum. Síðan þá er ég búin að bíða eftir komu þeirra til Íslands og nú loksins eru þau komin! Hér á landi verða í boði hverju sinni 13 litir og yfirlakkið. Þegar fer að vora verða vetrarlitirnir sem eru í boði núna skipt út fyrir nýja liti og þannig mun alltaf verða nýtt og nýtt úrval af litum í búðunum.

1-2-of-6

Ég fer ekki leynt með það að mér finnst Sally Hansen gera bestu naglalökkin. Maður getur einhvernvegin alltaf treyst formúlunni þeirra. Já ég dýrka OPI því mér finnst þau koma með svo skemmtilegar og spennandi línur en mér finnst þau samt alltaf vera voðalega misjöfn. Sum endast geðveikt lengi á nöglunum, önnur ekki neitt. Ég hef ekki lent í því með Sally Hansen lökkin, þau eru alltaf eins.

Miracle GEL lökkin komu út eins og ég sagði áðan á síðasta ári og það varð allt bókstaflega vitlaust í Bandaríkjunum og vinsælustu litirnir nánast alltaf uppseldir. Miracle GEL lökkin eru í raun bara venjuleg naglalökk en gefa sig út fyrir það að vera eins og gel lökk. Það þarf sem sagt ekkert ljós til að láta lakkið þorna en þau eiga þrátt fyrir það að endast í allt að 14 daga og vera af sömu gæðum og önnur gel lökk.

1-3-of-6

Ég elska dökk naglalökk, hef alltaf gert, mun alltaf gera. Þess vegna valdi ég mér þennan lit af öllum þeim 48 sem úr var að velja. Liturinn heitir Wine Stock og er númer 480. Sjúklega fallegur vínrauður litur, gæti ekki verið sáttari með hann.

1-4-of-6

Eins og með önnur gel naglalökk dugar ekki að hafa bara naglalakkið sjálft heldur þarf að hafa yfirlakk. Það er engin undantekning hjá þessum lökkum og þarf maður að eiga yfirlakkið til að geta náð réttri útkomu á lakkinu. Ég byrjaði að grunna neglurnar mínar með undirlakki þó svo að þess á ekki að þurfa og svo naglalakkaði ég yfir með vínrauða litnum. Ég verð að segja að lakkið er svolítið þunnt. Ég þurfti alveg þrjár umferðir af því til að ná réttri þekju.

2-5-of-7

En burstinn… ó burstinn. Ef þú beitir réttum þrýstingi með þessum bursta, ég er að segja þér það, þá þarftu bara að strjúka einu sinni yfir hverja nögl. Hann er svo breiður og þéttur, finnur ekki betri bursta, allavega hef ég ekki gert það :)

1-5-of-6

Þegar þú ert búin að setja jafn margar umferðir af litnum og þér finnst þú þurfa (þeir segja að maður eigi bara að þurfa tvær umferðir, en það er að sjálfsögðu persónubundið eftir því hversu mikla þekju þú vilt hafa) þá er komið að yfirlakkinu. Ein umferð af því á að duga.

Hér er hægt að sjá myndband sem fer betur í þetta:

http://www.youtube.com/watch?v=4fvFj1_9t-c

Glansinn er þó nokkuð betri en hjá venjulegum naglalökkum og svo dugar hann líka lengi. Glansinn er ekki horfinn af nöglunum daginn eftir að þú naglalakkaðir þig, ég þoli ekki þegar það gerist.

Lakkið endist líka ágætlega. Kannski ekki heila 14 daga en mér fannst það samt endast mikið betur en venjuleg naglalökk, sérstaklega ef þú ert með undirlakk!

3-2-of-7

Ég hlakka svo til að sýna ykkur þessa tvo liti hér sem ég á einnig. Tveir fullkomnir litir fyrir vorið sem má nú alveg fara að láta sjá sig!

Hægt er að nálgast lökkin í Hagkaup, Lyf & Heilsu, Lyfjavali og í Apóteki Ólafsvíkur.

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf og eru í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
!Fyrir alla nude-ara!
Ég elska þessa línu! Ég varð bara að byrja færsluna á því, það var bara ekkert annað í stöðunni! Nude er minn litur alveg í gegn og þetta er ...
OPI x ICELAND!!!
Þá er ég komin aftur á skrið eftir stutt en mjög gott frí og það er sko heldur betur mikið búið að ske! Ég missti nánast andlitið þegar ég sá að ...
powered by RelatedPosts