RT – Sculpting set

Færslan er ekki kostuð

Stundum borgar sig að fylgjast vel með Instagram ef maður hefur gaman af allskonar mismunandi tilkynningum. Þar tók ég einmitt eftir því að þetta sett var að detta í sölu á Real Techniques heimasíðunni og inniheldur einn splunkunýjan bursta!

sculpting-set-1

Fyrsti burstinn sem þið sjáið á myndinni kallast Sculpting Brush og hefur ekki fengist hér á landi en hann byrjaði í sölu á vefsíðu RT einhverntíman í byrjun árs ef ég man rétt og var þá í lausasölu. Burstinn á að hjálpa til við að skapa góða skyggingu á andlitið.

Annar burstinn er sá sem er glænýr og ég er án djóks búin að bíða eftir að þær gefi út svona viftubursta frá því ég kynntist merkinu. Þessi kallast Fan Brush og fæst ekki stakur hjá þeim enn og er bara seldur í þessu setti sem er svolítið fúllt en eitt skref í einu :) Burstann má nota til að bera á létt lag af púðri eða dusta í burtu augnskugga sem hefur fallið niður t.d. undir augun.

Þriðji burstinn er til í lausasölu og fæst hér á landi. Hann kallast Setting Brush og þennan hef ég notað mikið til að bera púður undir augun eða á staði sem ég hef verið að nota hyljara á. Ég hef líka notað hann til að bera krem highlighter á kinnarnar og virkar hann mjög vel til þess.

sculpting-set-2

 

Ég veit ekki með ykkur en ég er sérstaklega spennt fyrir þessum bursta í miðjunni! Settið er til í takmörkuðu upplagi á vefsíðunni og er því limited edition þannig að ég veit ekki hvort að það munu rata í sölu hér á landi en það er þó hægt að panta það og senda til Íslands á vefsíðu Real Techniques ef einhver ykkar getur ekki beðið.

UPPFÆRT: Settið mun koma til landsins! Vúhú! :)

 

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan er ekki kostuð

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
Á augnhárunum mínum
Ég er með sérstakar kröfur þegar kemur að maskörum og þess vegna tek ég mér alltaf ágætis tíma til að prófa nýja maskara þegar þeir...
KKW x Kylie
Ég verð nú að segja að mig hefur ekkert sérstaklega mikið langað til að prófa neitt frá Kylie Cosmetics fyrr en nú! Ég held að það hafi að ge...
powered by RelatedPosts