4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

– Retro Revival –

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

untitled-2

Eins og ég lofaði í síðustu viku ætlaði ég að sýna ykkur betur hina línuna frá Essie sem var að mæta í verslanir rétt fyrir helgi. Línan sem fær þessa færslu heitir Retro Revival og er gefin út í tilefni af 35 ár afmæli Essie lakkanna. Hugsunin á bakvið þessa línu finnst mér bilaðislega spennandi en til að fagna afmælinu ákvað Essie að endurgera nokkra af sínum vinsælustu litum sem hafa verið ófáanlegir frá fyrstu framleiðslu! Hversu kúl er það?! Það eru sex litir í línunni en það koma fimm í sölu hér heima og ólíkt haustlitunum þá mætir þessi lína einungis í þær verslanir sem hafa borðstanda og nýju stóru Essie standana (eins og Hagkaup Kringlu, Hagkaup Skeifu, Debenhams og Kjóla og konfekt).

En förum aðeins betur yfir þessa fimm liti sem komu til landsins og skoðum aðeins söguna á bakvið hvernig og einn lit :)

Ég set tvær umferðir af öllum litunum hér fyrir neðan

untitled-3

Birthday suit er einn af fyrstu 12 lökkunum sem Essie setti á markað en hann kom út árið 1981. Liturinn er létt kremaður og hálfgegnsær. Þetta er fullkominn svona „varla þarna“ litur sem gefur nöglunum fallega glansandi áferð og léttan lit. Tvær umferðir gefa ekki fulla þekju en þannig á það að vera :)

untitled-4

Bikini with a martini er „yngsti“ liturinn í línunni en hann koma á markað árið 2006. Þessi eins og Birthday suit er hálfgegnsær en mér finnst hann gefa ótrúlega flotta áferð á neglurnar og setur skemmtilegan snúning á þær sem grunnlitur í french manicure. Hann er líka sjúkur yfir hvítt grunnlakk eða bara einn og sér en bleiki liturinn breytist rosalega mikið eftir því hvernig birtan fellur á hann þar sem hann er mjög lithverfur (iridescent).

untitled-5

Sequin Sash kom á markað árið 2005 og er því næst yngstur í þessari línu ásamt Cabana boy sem ég sýni ykkur betur hér fyrir neðan. Sequin Sash er einnig hálfgegnsær og mjög einstakur en ég hef ekki séð mikið af svipuðum litum af þessari gerð áður. Hann hefur bronsaðan tón en í litnum eru miðlungsstórar silfurlitaðar glimmeragnir. Virkilega fallegur.

untitled-6

Starry Starry Night er einn af litunum í línunni sem að aðdáendur Essie fengu að velja fyrir endurkomuna með því að merkja hann með myllumerkinu #essiebringback á Instagram! Hann kom fyrst á markað árið 1997 og ég skil vel afhverju hann varð fyrir valinu núna því hann er gjörsamlega tjúllaður! Hann er ekki of þykkur þó hann innihaldi heilan helling af silfurlituðu og bláu glimmeri en til að fá fulla þekju myndi ég setja tvær til þrjár umferðir af litnum á nöglina.

untitled-7

Cabana boy er minn persónulegi uppáhaldslitur úr línunni. Hann er bara svo sjúklega fallegur! Hann er grátóna hvítur sem sleppur þó við að vera silfurlitaður og þekur nöglina rosalega vel. Maður getur sloppið við að nota bara eina umferð en ég myndi þó mæla með tveimur. Liturinn kom út árið 2005 og er fullkominn ljós perlugrár.

untitled-1

Ég veit ekki með ykkur en þessi lína gladdi mig mjög. Bæði hugsunin á bakvið línuna og sú staðreynd að gömlu góðu litirnir hafi komið aftur í eitt skipti enn fyrir okkur sem náðum þeim ekki í því fyrsta :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
Á augnhárunum mínum
Ég er með sérstakar kröfur þegar kemur að maskörum og þess vegna tek ég mér alltaf ágætis tíma til að prófa nýja maskara þegar þeir...
powered by RelatedPosts