4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Real Techniques Brow Set

IMG_1001

Það verður seint sagt að ég eigi ekki nóg af förðunarburstum en samt verð ég alltaf jafn spennt þegar að nýjir bætast í safnið! Í lok árs 2015 sagði ég ykkur frá nokkrum nýjungum sem voru væntanlegar frá Real Techniques á þessu ári og er ein af þeim nú þegar komin í verslanir hér á landi og hin er væntanleg á allra næstu dögum. Sú vara sem er komin í verslanir er Brow settið frá þeim sem ég var svo heppin að fá að prufa og deila með ykkur reynslu minni.

Ég lenti í heitum umræðum í fjölskylduboði um daginn um hvernig væri eiginlega rétt að beita orðinu augabrún í fleirtölu. Það var sko mikið hlegið og við enduðum á því að fletta bara upp í orðabók til að vera viss um þetta í eitt skipti fyrir öll!

Fleirtala á orðinu „augabrún“ getur verið samkvæmt orðabók augabrúnir, augabrýr, augabrýn, augnabrúnir og augnabrýn.

Ég nota alltaf orðið augabrúnir svo það er það sem þið munuð sjá hjá mér! Fannst þetta skemmtilegur útúrdúr þar sem við erum nú að tala um augabrúnasett ;)

IMG_1009

Hér sjáið þið svo allt settið í allri sinni dýrð! Real Techniques er nýbúið að taka vörurnar sínar svolítið í gegn og fengu sköftin á burstunum sterkari lit við breytinguna. Einnig breyttust umbúðirnar og töskurnar sem fylgja með settunum en þær eru nú úr hvítu leðurlíki. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta lúkka mikið betur! Burstarnir líta út fyrir að vera meiri lúxusvörur en áður svo mér finnst þetta bara mjög vel heppnað hjá þeim Sam og Nic.

IMG_1012

Eins og þið sjáið inniheldur settið allt sem þarf til að móta hinar fullkomnu augabrúnir og mig langaði að sýna ykkur hvern og einn hlut í settinu út af fyrir sig aðeins betur.

Í settinu eru tveir plokkarar sem hægt er að nota til að móta augabrúnirnar alveg eftir ykkar höfði. Fyrsti plokkarinn er þessi klassíski skáskorni plokkari sem líklegast allir eiga en sá seinni er svolítið einstakur. Fyrst þegar ég sá hann varð ég skíthrædd um að pota úr mér augað þar sem hann er hárbeittur. Þessi beitti plokkari hentar þó vel til að taka þau örfínu hár sem að hinn nær kannski ekki alveg nógu góðu gripi á svo með þessari tvennu ættuð þið að geta náð í öll hár sem þið viljið losna við.

IMG_1043

Ég sagði í færslunni sem ég benti ykkur á hér fyrir ofan að ég væri alveg líkleg til að kaupa mér þetta sett bara fyrir þennan eina bursta. Ég nota alltaf skáskorna burstann úr Starter settinu til að móta augabrúnirnar mínar og ég elska hann af öllu hjarta svo þessi bursti sem er í rauninni minni útgáfan af honum hitti beint í hjartastað hjá mér. Með þessum bursta hef ég aðeins meiri stjórn á vörunni sem ég er að nota til að móta brúnirnar svo útkoman verður ennþá betri og náttúrulegri. Þið sjáið einnig að allir burstarnir í settinu eru beygðir efst en það hjálpar manni að stjórna burstanum betur og ná á alla staði sem væri erfiðara að ná á með beinum bursta.

IMG_1042

Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki hugmynd um hvað ósköpunum ég ætti eiginlega að gera við þennan bursta. Ég fór í smá rannsóknarvinnu og sá hvernig Real Techniques konurnar notuðu burstann en þær nota hann til að „mappa“ út augabrúnina, hvar hún á að byrja, hvar hæsti punktur hennar er og hvar hún á að enda. Mér fannst þetta frekar einhæf notkun svo ég prófaði að nota þennan í augabrúnapúðrið mitt. Ég byrja á því að móta augabrúnirnar með skáskorna burstanum mínum og litaða vaxinu mínu og síðan tek ég þennan og „blurra“ út allar harðar línur með púðrinu. Eftir að hafa prufað þetta var ég mjög ánægð með burstann og veit ég mun geta notað hann mikið því þetta setti svona punktinn yfir mótunina.

IMG_1041

Þessi litli Spoolie bursti er algjör nauðsyn til að greiða úr litlu hárunum bæði áður en mótunin hefst, á meðan henni stendur og þegar henni er lokið. Ég hef eiginlega ekkert meira að segja, bara æðislegur bursti :)

IMG_1028

Virkilega fallegt sett sem vert er að kíkja á ef þið eruð búnar að vera í vandræðum með að finna flotta augabrúnabursta og vantar í safnið ykkar. Ég þreif svo alla burstana mína í fyrradag fyrir færslu sem ég mun birta von bráðar og get ekki annað sagt en ég sé að deyja úr spenningi fyrir RT burstahreinsi-bakkanum sem er einmitt frumsýndur á konukvöldi Smáralindar í kvöld! Að þrífa bursta er það leiðinlegasta sem ég geri svo ég bíð spennt fyrir öllu því sem getur gert það ferli aðeins skemmtilegra :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
Á augnhárunum mínum
Ég er með sérstakar kröfur þegar kemur að maskörum og þess vegna tek ég mér alltaf ágætis tíma til að prófa nýja maskara þegar þeir...
KKW x Kylie
Ég verð nú að segja að mig hefur ekkert sérstaklega mikið langað til að prófa neitt frá Kylie Cosmetics fyrr en nú! Ég held að það hafi að ge...
powered by RelatedPosts