4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Púðar frá L’Oréal

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

_MG_9106

Góðan dag gott fólk! Það styttist óðum í sumarfrí hjá mér þó það verði ekki ýkja langt í þetta sinn en ég er þó búin að skrifa nokkrar færslur svo bloggið muni nú ekki leggjast í eyði meðan ég er í fríi :) Í færslu dagsins langar mig að sýna ykkur tvær tiltölulega nýjar vörur frá L’Oréal og fara vel yfir þær báðar en ég er búin að vera að prófa þær núna í tæpan mánuð.

_MG_9074

Vörurnar sem mig langaði að sýna ykkur betur eru púðarnir frá L’Oréal en eftir því sem ég best veit er L’Oréal fyrsta „apóteksmerkið“ til að nýta sér púðatæknina. Merkið setti Nude Magique Cushion farðann sem þið sjáið hér á myndunum á markað í lok árs 2015. Glam Bronze Cushion De Soleil bronserinn kom svo á markað fyrir sumarið þetta árið og hefur komið mér skemmtilega á óvart en ég fer betur út í það hér rétt fyrir neðan :)

Kannski ég byrji á því að segja ykkur aðeins frá púðatækninni, hvaðan hún kemur og pælingunni á bakvið hana.

_MG_9159

Margir halda að Lancôme hafi fyrst merkja komið með púðatæknina en það er fjarri sannleikanum þó merkið hafi vissulega gert tæknina vinsæla á versturlöndum. Púðafarðar hafa verið vinsælir í Asíu alveg frá árinu 2008 og eru eins og blanda af öllu því sem fólki finnst vera best við farða, BB krem og CC krem. Farðinn situr í púða í hálfgerðri dollu en púðinn eða svampurinn öllu heldur er gerður úr bakteríufælnu efni til að halda farðanum og púðanum hreinum. Annað sem er einkennandi fyrir púðafarða er hversu auðvelt það er að byggja þá upp á húðinni en þetta er einkum vegna þess hversu þunnur farðinn er. Þetta er alls ekki tæmandi listi fyrir tæknina á bak við púðafarða heldur einungis smá samantekt til að gefa ykkur betri skilning á hvernig varan virkar. Nú langar mig hinsvegar að snúa mér að þessum flottu L’Oréal nýjungum :)

Byrjum á farðanum.

_MG_9175

Farðann ákvað ég að kaupa mér og prófa samhliða bronsernum en mig hefur lengi langað að prófa hann. Ég hef aldrei prufað upprunalega Lumi farðann frá L’Oréal þar sem ég er með ofnæmi fyrir honum svo ég var virkilega spennt að prófa þennan sem á víst að vera svipaður og sjá hvort að „hæpið“ yfir honum reyndist réttlætanlegt. 

Það skiptir kannski ekki mestu máli en mér finnst umbúðirnar á þessum farða alveg sjúklega flottar! Þessi fjólublái litur talar alveg til mín en auk þess að umbúðirnar séu flottar eru þær mjög sterkbyggðar sem lætur mig vera óhrædda að ferðast með farðann í veskinu mínu. Púðafarðar eru virkilega handhægir og því er einmitt gott að geta geymt þá í veskinu til að fríska upp á farðann ef þess þarf yfir daginn. 

_MG_9136

Við fyrstu kynni af farðanum tók ég eftir því að hann er rosalega þunnur sem gerir hann mjög auðveldan í ásetningu. Eins og sönnum púðafarða sæmir er auðvelt að byggja hann upp svo þekja hans getur verið alveg frá léttri yfir í þunga en það fer allt eftir því hvernig þið kjósið að hafa það. Ég persónulega set einungis létta þekju á andlitið til að jafna húðlitinn minn og þar sem þetta er Lumi farði gefur hann andlitinu einnig mjög flottan ljóma. Ljóminn er í rauninni töluverður svo ef þið elskið ekki ljómandi farða þá er þetta ekki farði fyrir ykkur. 

Þegar ég ber farðann á andlitið þá dumpa ég burstanum mínum nokkrum sinnum í púðann og dreifi svo úr honum. Þetta er eini farðinn sem ég er búin að nota frá því ég keypti hann og ég hugsa að það sé einmitt vegna þess hversu auðvelt það er að bera hann á mig! Ég gríp ótrúlega oft í hann vegna þess að ég fæ alltaf nákvæmlega það magn sem ég vil í burstann og ég þarf ekki að pumpa neinum farða á handarbakið mitt til að geta sett hann á andlitið. Farðinn fer bara beint í burstann og það er miklu þægilegra og fljótlegra að bera hann á sig með þeirri aðferð.

Screen Shot 2016-07-18 at 21.39.17

Það eina sem ég get sett út á farðann er að hann festist stundum við þurrkubletti á húðinni minni svo húðin þarf að vera ágætlega laus við dauðar húðfrumur ef þið eruð með mjög þurra húð. Fyrir utan það er farðinn virkilega góður! Hann endist lengi á húðinni minni, gefur henni virkilega fallegan og heilbrigðan ljóma, jafnar litarhaft húðarinnar og rennur ekki í broslínurnar mínar. Hann gerir í rauninni allt sem ég vill að farði geri fyrir utan þetta sem ég nefndi í byrjun.

_MG_9172

Förum þá aðeins yfir bronserinn en hann kom út sérstaklega fyrir sumarið 2016 og þegar hann klárast í verslunum hér á landi þá kemur hann ekki aftur. Ég veit að hann var að fara fljótt þegar ég fékk minn í hendurnar svo ef ykkur langar í þennan þá myndi ég ekki bíða of lengi með að nálgast hann :)

Fyrst þegar ég opnaði vöruna hafði ég ekki hugmynd um hvernig ég ætti að nota hana! Varan er nákvæmlega eins og farðinn sem ég er búin að vera að skrifa um hérna fyrir ofan, það er formúlan er sú sama en liturinn er að sjálfsögðu annar. Eftir miklar prófanir komst ég að því að best er að nota bronserinn með litlum andlitsbursta eða einhverskonar förðunarsvampi, hvort sem það er Beauty Blender eða RT svampurinn.

_MG_9137

Bronserinn gefur virkilega fallegan sólkysstan ljóma á húðina og ef þið notið hann með púðafarðanum frá L’Oréal þá munu vörurnar hálfpartinn bráðna saman og hjálpa til við að skapa virkilega náttúrulega sólkyssta húð. Eins og með farðann er hægt að byggja bronserinn upp en ef þið eruð með ljósa húð eins og ég þá þarf þess ekki. Vöruna ber ég alltaf rétt fyrir neðan kinnbeinin, smá í kringum ennið, á mitt nefið, smá á hökuna og miðjan hálsinn til að fá náttúrulega sólkyssta húð. Ef að bronserinn er bara settur undir kinnbeinin þá missir hann smá jafnvægi og þá er ekki eins og húðin sé sólkysst heldur meira eins og hún sé skítug. Þetta á að sjálfsögðu við um alla bronsera og sólarpúður en ég er svona að íhuga það að henda í eitt myndband þar sem ég fer betur yfir grunnatriðin þegar kemur að farða- og sólarpúðursásetningu. Sjáum til hvort ég skelli ekki í eitt svoleiðis þegar ég kem úr sumarfríi :)

Screen Shot 2016-07-18 at 21.40.35

Þar sem formúlan er sú sama og á farðanum endist bronserinn jafn vel á húðinni en mér fannst hann þó ekki festast við þurrkubletti eins og farðinn gerði. Ég hugsa að það sé vegna þess að ég setti ekki bronserinn þar sem þurrkublettirnir mínir eru en ég get svo sem haft rangt fyrir mér með það. Áferðin á bronsernum er virkilega falleg og náttúruleg og ég er ekki frá því að þetta sér orðin ein af mínum uppáhalds vörum til að gefa andlitinu mínu smá hlýju. Það er því verst að hún var aðeins framleidd í takmörkuðu magni :(

_MG_9150

Hér sjáið þið svo bæði farðann og bronserinn á handarbakinu mínu. Farðinn er í litnum Porcelain en bronserinn fæst bara í einum lit.

_MG_9159

Allt í allt er ég mjög ánægð með þessar vörur sem gefa húðinni minni virkilega fallegan og heilbrigðan ljóma ásamt því að lífga aðeins upp á hana. Þetta hafa verið og munu vera fastagestir í veskinu mínu það sem eftir er af sumrinu – það er alveg klárt mál!

UPPFÆRT: Fyrst sagði ég að farðinn innihéldi ekki sólarvörn en þá var ég að rugla saman við bandarísku útgáfuna, sú evrópska sem fæst hér á landi inniheldur sólarvörn sem er frábært :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Fyrir og eftir með nýja farðanum frá YSL
Það er nú heldur betur langt síðan ég gerði fyrir og eftir færslu með farða! Það er því kominn tími til að bæta úr því og tilvalið að sýna ykku...
Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
powered by RelatedPosts