Próflokaförðun

Sagði einhver próflok *hóst*hóst*, sagði einhver próflokadjamm *hóst*hóst*? Þegar þessi færsla birtist verð ég á leiðinni í seinasta (vonandi) prófið mitt í HÍ ‘ever’ og mig langaði því að sýna ykkur þessa ofur einföldu augnförðun sem ég gerði um daginn þar sem hún er fullkomin fyrir skvísurnar sem ætla að skella sér á eitt stykki próflokadjamm í kvöld! Hér eru brúnir tónar í aðalhlutverki (eins og þið eflaust sjáið) en ég notaði í verkið jólapalletuna frá Smashbox. Ég ætla að segja ykkur í svona sýnikennslum hvaða vörur ég nota en það þýðir ekki að þið þurfið endilega að hlaupa út í búð og kaupa þær. Oftar en ekki leynast svipaðar, ef ekki eins vörur í skúffunni hjá manni og ykkur er alveg óhætt að nota þær og þess vegna skipta út litum ef þið viljið. Ef þið eigið hinsvegar ekkert sem er svipað, hafið þá í huga að ég mæli ekki með neinu sem mér finnst ekki gott svo þið ættuð að vera örugg með að kaupa það sem ég nota :)

En hér eru vörurnar sem ég notaði til að ná þessari förðun:+

1

 

Ég notaði reyndar hyljara í kringum augun áður en ég setti eitthvað af þessu á mig en það gerði ég til að hylja leiðinlegar æðar og smá roða sem ég var með á augnlokinu.

1-3-of-141 1-4-of-14-copy

1. Ég byrjaði á því að grunna augnlokið mitt með Essential Eyelid Primer frá elf í litnum Sheer. Þessi augnskuggagrunnur er húðlitaður sem hjálpar enn meira til við að hylja roðann sem ég var með á augnlokinu.

2. Næst notaði ég On The Rocks augnskuggapallettuna frá Smashbox sem var hluti af jólalínunni þeirra í fyrra. Stóra pallettan kom ekki til Íslands heldur bara minni pallettan. Sumir af þessum augnskuggum eru til hér á Íslandi en eru þá hluti af svona augnskuggaþrennu. Þetta eru samt allt mjög algengir litir og leynast margir svipaðir í Naked pallettunum. Hér fyrir neðan sjáið þið svo skýringarnar á númerunum á myndinni og hvernig ég notaði litina úr pallettunni.

1 – Ég bar litinn Sable úr pallettunni yfir allt augnlokið þegar ég var búin að leyfa augnskuggagrunninum að þorna aðeins. Sable er taupe litaður augnskuggi svo ef þið eigið einhvern svoleiðis er um að gera að nota hann. Ég bar svolítið vel af litnum á augnlokið til að skapa góðan blöndunargrunn fyrir skuggana sem ég myndi leggja ofan á hann. Einnig bar ég litinn meðfram neðri augnhárunum.

2 – Næst tók ég litinn Sumatra sem er voða venjulegur mattur dökkbrúnn litur og setti ég hann á ytra augnlokið í einskonar v lag þar sem ég dró hann meðfram efri augnhárunum og út á augnlokið. Litinn dró ég einnig örlítið í globus línuna.

Núna blandaði ég þessum tveimur litum vel saman með mac 217 blöndunarbursta.

3 – Síðan tók ég litinn Roast sem er klárlega einn af uppáhalds litunum mínum í pallettunni og ég bar hann frá miðju augnlokinu og út til enda. Þessi litur er eiginlega einstakur. Hann er dökkbrúnn og mattur en svo eru í honum pínulitlar koparlitaðar glimmeragnir. Það er hægt að finna svipaða liti og þá sem ég nota hér fyrir ofan líklegast bara í skúffunni heima en ég hef ekki ennþá fundið neinn sem líkist þessum.

Næst blanda ég öllum litunum vel saman með sama blöndunarbursta.

4 – Til að förðunin yrði ekki of dökk og þung tók ég litinn Fizz úr sömu pallettu og bar í innri augnkrókinn og lét þann lit mæta Sable litnum sem ég var búin að bera meðfram neðri augnhárunum og þið sjáið það á myndinni hér fyrir ofan hvernig það er aðeins bjartar yfir innri augnkróknum. Einnig setti ég litinn undir augabrúnina til að lyfta henni aðeins upp. Þessi litur er rosalega svipaður Bootycall litnum sem er í Naked 2 pallettunni sem ég veit að leynist örugglega í mörgum makeup-skúffum hér á landi. Það er sami litatónninn í þeim báðum en Fizz er samt mun litsterkari.

3. Ég notaði uppáhalds maskarann minn þessa stundina sem er frá L’Oréal og heitir Volume Million Lashes – So Couture. Þessi maskari er náttúrulega eitthvað djók. Eruð þið að sjá lengdina sem hann er að gefa augnhárunum!

1-1-of-14

Ekkert photoshop hér takk fyrir. Ég reyndar bretti upp á augnhárin mín með augnhárabrettara en það gefur þeim ekki þessa massífu lengd. Mér fannst ég bara verða að hafa þessa mynd með til að sýna hvað maskarinn getur. Ég sleppti meira að segja að láta á mig eyliner því mér fannst ég ekkert þurfa að blekkja einhverja augnháraþykkt. Maskarinn gerði það bara fyrir mig :)

1-14-of-14

4. Þá eru bara augabrúnirnar eftir og í þær notaði ég Eyebrow kit frá elf í litnum Ash en að þessu sinni notaði ég bara vaxið en ekki púðrið. Ég vildi að augabrúnirnar væru aðeins „greasy“ því mér fannst það passa vel við heildarlúkkið.

5. Til að halda augabrúnunum á sínum stað notaði ég elf Wet Gloss Lash and Brow Clear Mascara. Ég er alveg að verða búin með mitt gel þannig að ég þarf að fara að fjárfesta í nýju bráðum því ég nota það svo mikið.

En þetta er þá lúkkið! Vonandi gagnast þetta einhverjum og ef eitthverjar spurningar vakna sendið þá bara á mig línu :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Sneak Peak: NÝTT frá L'Oréal
Stundum borgar sig að búa úti í DK en ég fæ mjög oft forsmekkinn af því sem koma skal hjá L'Oréal! Að þessu sinni eru það dýrindis sykurskrúbba...
Janúar uppáhöld
Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar! L'Oréal Colorista Silver Shamopoo - Besta fjólubláa sjampó s...
MYNDBAND: Einfalt gyllt smokey
Það tókst! Ég náði að klippa sýnikennslumyndbandið sem ég talaði um í færslunni minni gær fyrir daginn í dag! Mig langaði að gera bara stu...
powered by RelatedPosts