Prófljótubanar

Vörurnar eru í einkaeigu

profljotubanar2Ég held að enginn sem hafi einhverntíman verið í skóla kannist ekki við hina alræmdu prófljótu. Þegar þú ert í prófum þá borðaru óhollari mat, hefur lítinn sem engan tíma til að hreyfa þig og ert sífellt með puttana í andlitinu. Persónulega er mér alveg sama ef ég mæti í próf með útbrot í andlitinu en þegar að prófin eru búin og maður getur skriðið aftur fram í dagsljósið þá fara útbrotin að pirra mig. Þess vegna tók ég saman smá lista yfir hluti sem geta bæði frískað upp á útlitið á meðan prófum stendur og hjálpa til við að halda leiðinlegum einkennum prófljótunnar í skefjum ;)

Josie Maran Argan Infinity Cream – Gott rakakrem getur skipt sköpun þegar kemur að leiðinlegum útbrotum um prófatíðina. Þetta krem fæst reyndar ekki á Íslandi en ég get einfaldlega ekki notað neitt annað svo það fær að vera með á þessum lista. Kremið er í raun arganolía í föstu förmi, pínulítið eins og vaselín. Kremið, eða olían öllu heldur, gefur andlitinu eilítinn bjarma svo hún hjálpar til við að fríska upp á prófgráa húð. Ég hugsa að ég sýni ykkur kremið betur seinna í sér færslu þar sem ég er að verða búin með túpuna og get því tekið myndir af nýju túpunni minni þegar ég opna hana.

Clarasonic Mia 2 – Ég fékk þennan hreinsibursta í afmælisgjöf í fyrra og núna get ég eiginlega ekki verið án hans. Það er eitthvað svo frískandi við að djúphreinsa húðina sína með honum og því er hann eflaust kjörinn fyrir að hreinsa í burtu öll þau óhreinindi sem setjast á andlitið okkar í hvert sinn sem við nuddum ennið með fingrunum yfir eitthverju óskiljanlegu stærðfræðidæmi. Ég veit að burstarnir hérna heima eru frekar dýrir (ég fékk minn í USA) en þeir eru samt vel þess virði að mínu mati.

Vatn – Oftar en ekki leitar maður í óhollustu í prófunum. Samt meira svona… alltaf leitar maður í óhollustu í prófunum. Hvort sem það er nammipoki eða einn og einn Red Bull til að komast í gegnum kvöldið þá er ekkert betra fyrir líkamann okkar heldur en gamla góða íslenska vatnið. Ef þú ert komin með lærdómshausverk þá geturu prufað að þamba eitt glas af köldu vatni. Það hefur hjálpað mér rosalega oft.

Burt’s Bees Tinted Lip Balm – Fyrir ykkur sem viljið ekki mæta grútmygluð af prófljótu í prófin þá getur litaður varasalvi oft reddað málunum á engri stundu. Þessi frá Burt’s Bees er virkilega góður þar sem hann er frekar olíukenndur þegar hann bráðnar á vörunum og því er hægt að komast upp með það að láta smá á kinnarnar líka. Með lituðum varasalva fær maður þvi smá lit á varirnar og í kinnarnar svo maður er ekki alveg eins og gangandi lík úr Walking Dead þegar í skólastofuna er komið.

Svefn – Af öllum þessu reddingum þá held ég að það sé ekkert mikilvægara en svefninn. Ekki gleyma ykkur alveg í bókunum og rugla svefnvanann ykkar því líkaminn þarf sína hvíld. Líkaminn er einhvern tíma að venjast skyndilegum svefnbreytingum og því græðið þið meira á því að hvíla ykkur eins og þið eruð vön frekar en að snúa öllu við allt í einu.

La Source Hand Therapy – Síðast en alls ekki síst er gott að vera með góðan handáburð við höndina þegar þið eruð orðin bilaðislega þreytt á því að glósa. Takið ykkur tvær til þrjár mínútur og nuddið handáburðinum vel inn í húðina. Við þetta nuddið þið vöðvana sem hjálpa ykkur til við að glósa eins og brjálæðingar og nærið húðina í leiðinni.

Þetta verða mínar hjálparhellur við að halda prófljótunni í skefjum. Ef þið eruð með einhver sniðug ráð sem geta gagnast öllum þá megið þið endilega henda þeim í athugasemd hér við þessa færslu. Annars bara gangi ykkur vel í prófunum þið sem eruð að fara að standa í þeim, við rústum þessu!

 

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar eru í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Topp Trix: Burstar
Síðasta vika var ekki eins og nokkrum manni hafði grunað. Atburðir undanfarna daga eru vægast sagt búnir að liggja þungt á manni og því fannst mé...
Topp Trix: Maskari
Mig langaði að breyta smá af vananum og koma annað slagið með færslur sem eru kannski meira ætlaðar fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skre...
Prjónuð slaufa fyrir Bleiku slaufuna
Ef það er eitthvað málefni sem liggur mér næst þá er það Bleika slaufan. Í ár langaði mig að gera eitthvað öðruvísi en að fjárfesta einu...
powered by RelatedPosts