POP frá Stellu

Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

_MG_1106

Mér finnst eins og það sé heil öld frá því ég skrifaði síðast um ilm svo mig langaði að breyta því í dag og skrifa um nýja ilminn POP frá Stella McCartney. Það er eiginlega ekki annað hægt en að skrifa um þennan ilm þar sem hann er gjörsamlega tjúllaður og áður en ég segi ykkur betur frá honum þá langar mig að hvetja ykkur til að fara og þefa af honum! Nefið segir meira en þúsund orð… er ekki annars hægt að segja það?!

_MG_1114

Ilmurinn er ætlaður nýrri kynslóð sem nýtur lífsins, er trú sjálfri sér og við það að springa út en frá þeirri hugmyndafræði fær ilmurinn einmitt nafnið sitt POP. Ég er smá búin að fylgjast með herferðinni í kringum ilminn en hún er virkilega skemmtileg en eins og ilmurinn þá reynir herferðin að fanga anda ungra kvenna í dag. Í herferðinni situr einnig Lourdes dóttir Madonnu en hún er nýtt andlit hjá Stella McCartney. Kynningarmyndbandið fyrir ilminn var svo tekið upp í Kaliforníueyðimörkinni en það er greinilega vinsælt núna þar sem Kylie Jenner tók einnig upp kynningarmyndband fyrir glossin sín þar.

_MG_1118

Ég veit að innihaldið skiptir mestu máli þegar kemur að nánast öllu í lífinu en ilmvötn eru þó undantekning fyrir því í mínum heimi! POP ilmurinn er í svo bilaðislega fallegu glasi að það fór beinustu leið upp á hillu með mest notuðu ilmvötnunum mínum. Glasið er nýr snúningur á klassíska kantaða Stellu glasinu en efst á glasinu situr hringlaga stáltappi sem er eiginlega ekki tappi þar sem ekki er hægt að taka hann af heldur er spreyjað beint úr honum.

_MG_1149

Þá er ég búin að gefa ykkur smá hugmynd um hugsunina á bakvið ilminn og glasið en þá langar mig að fara aðeins betur yfir ilminn sjálfan. Ef það er ekki komið á hreint nú þegar þá elska ég hann! Ég vissi svo sem að ég myndi elska hann um leið og ég sá að hann inniheldur sandelvið en ég er alltaf svo veik fyrir honum. Vissuð þið til dæmis að sandelviður þarf 25 ár til að vaxa áður en það kemur að uppskeru? Hér fyrir neðan getið þið séð topp- grunn- og hjartanótur ilmsins.

Toppnótur

Tómatlauf, fjólulauf, græn mandarína

Hjartanótur

Fjóla, tuberose, frangipani

Grunnnótur

Sandelviður, sedrusviður, musk

_MG_1137

Virkilega flottur ilmur frá Stellu sem hentar yngri kynslóðinni rosalega vel þó sú eldri geti að sjálfsögðu notað ilminn líka. Ilmurinn endist lengi á húðinni minni en hann er mjög frískandi og pínu sætur en oft eiga slíkir ilmir það til að hverfa af mér fljótt. Ég hvet ykkur eindregið til að kíkja á þennan ef þið eruð að leita ykkur að nýjum og flottum ilm en hann er kominn í verslanir. Það er einmitt rýmingarsala hjá Hagkaup í Smáralind fram að sunnudag þar sem ilmurinn er á 20% afslætti svo það gæti verið sniðugt að nýta sér það ef þið girnist hann – bara hugmynd :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Þessi ilmur!
Það er ekki oft sem að ilmur heillar mig alveg upp úr skónum. Ég þjáist því miður af miklu mígreni og því allar lyktir alls ekki fyrir mig þar ...
Á heilanum #1 - URÐ
Mig langaði að kynna fyrir ykkur nýjan lið sem mun bætast við þetta litla blogg mitt en í honum langar mig að segja ykkur frá því sem ég fæ á...
Vorið frá Miu Miu
Það er háa herrans tíð síðan ég fjallaði um nýtt ilmvatn hérna inni og því um að gera að kippa því í liðinn! Nýlega kom á markað ný útgá...
powered by RelatedPosts