Páskalúkk

_MG_4020

Mig langaði bara rétt svo að láta sjá mig hérna inni svona á milli átsins til að óska ykkur gleðilegra páska og sýna ykkur lúkkið sem ég skartaði í páskamatnum hjá tengdó áðan. Ég vona að þið séuð jafn södd og sæl og ég er akkúrat núna enda um að gera að borða á sig gat í dag þar sem maður fær nú að sofa það af sér á morgun á síðasta frídeginum ;)

_MG_3995-2

Mig langaði að gera eitthvað lúkk sem er frekar ólíkt því sem ég er vön að gera en ég held mig alltaf í þessari típísku bananaskyggingu og áberandi lit á auglokinu þegar ég er að fara eitthvað. Í þetta sinn setti ég í staðin einn frekar hlutlausan lit á augnlokið mitt og bar síðan fallegan ólífugrænan lit meðfram neðri augnháralínunni. Í innri augnkrók setti ég svo gultóna gylltan lit. Í vatnslínuna bar ég koparlitaðan eyeliner frá Colour Pop sem ég mæli svo sannarlega með til að lífga upp á hvaða förðun sem er.

_MG_3993-2

Allir augnskuggarnir sem ég notaði koma úr Bronze Goddess augnskuggapalletunni frá því í fyrra en ég get ekki beðið eftir að 2016 línan komi í búðir hér heima enda er þetta sú lína sem ég bíð hvað spenntust eftir á hverju einasta ári og þá sérstaklega ilmvatninu sem er bókstaflega eins og sumar í flösku. Ég skal fylgjast vel með og láta ykkur vita um leið og línan í ár kemur í verslanir því sjálf get ég ekki beðið! :) Restina af andlitinu hafði ég frekar hlutlaust en ég notaði nude varalit frá Rimmel sem mér fannst tóna rosalega vel við augnförðunina og appelsínugula kinnalitinn sem ég var með.

_MG_4072-2

Hér eru vörurnar sem ég notaði. Ég ligg eins og skata uppi í sófa að skrifa þessa færslu og nenni því alveg ómögulega að standa upp til að finna heitin á öllum þessum vörum (sorrí með mig) en ef þið viljið vita hvað einhver vara heitir og hvaða lit ég notaði þá skuluð þið endilega skrifa athugasemd við þessa færslu og ég skal standa upp af rassinum mínum og finna það út fyrir ykkur ;)

_MG_4024

Þetta var nú allt og sumt í þetta sinn! Enn og aftur þá vona ég að þið hafið notið dagsins og páskanna í botn og ég sé ykkur svo hér á morgun þar sem ég ætla að sýna ykkur betur Real Techniques burstahreinsibakkann. Ekki missa af því!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
powered by RelatedPosts