Óvæntur Primer

Varan er í einkaeigu

Nivea_primer3Það er sko vægast sagt ýmislegt sem maður lærir með því að horfa á Youtube! Mér hefði til dæmis aldrei dottið í hug að prófa þennan hérna snilling sem þið sjáið á myndinni hér fyrir ofan. Ókei, núna eruð þið eflaust að hugsa hvað í ósköpunum getur verið svona frábært við „After shave“ krem fyrir karla… Úff bíðiði bara!

Ég lá í leti einhverntíman í lok apríl og var að flakka á Youtube eins og ég geri alltof oft og var að horfa á nýjasta myndbandið frá NikkiTutorials. Þar var hún að segja frá því sem hefði slegið í gegn hjá henni í mánuðinum og hvað hefði algjörlega misst marks. Fór hún þá ekki að tala um þetta hérna krem og lofaði það alveg hægri vinstri því að kemið á víst að vera rosalega góður farðagrunnur eða primer.

AÐ SJÁLFSÖGÐU rauk ég upp án þess að klára myndbandið og fór að gramsa inn í skápunum hjá mér til að athuga hvort að ein svona flaska væri ekki til á heimilinu og viti menn karlinn átti eina slíka. Ég get samt alveg fullvissað ykkur um það að hann á hana ekki lengur… núna er hún orðin MÍN!

Ég hef prufað nokkuð marga farðagrunna og ég hef alltaf getað fundið eitthvað að þeim. Ég fer frá því að hugsa að þeir séu of dýrir, stífli svitaholurnar mínar, þurrki upp húðina mína sem er nú þegar alltof þurr og jarí jarí ja. Hinsvegar þegar ég set þetta krem á mig þá gefur það mér nægan raka sem helst út daginn og ég sver að allur sá farði sem ég set á mig eftir að hafa borið á mig kremið límist við andlitið. Að sjálfsögðu lykta ég eins og karlmaður þar sem að það er frekar sterk lykt af kreminu en ég get alveg sætt mig við það í þann innan við klukkutíma sem lyktin endist. Sérstaklega þar sem hún er alls ekki vond!

Nivea_primer-4Það sem gerir kremið að svona góðum farðagrunn er efnið Glýserín. Glýserín virkar pínu eins og lím fyrir farða og lætur allt það sem þú setur ofan á efnið festast við það. Það er samt talað um að glýserín getur dregið raka úr húðinni en ég persónulega finn ekkert fyrir því með þessu kremi. Það gefur mér frekar raka ef eitthvað er. Húðin er rosalega fljót að draga í sig kremið þar sem það er þunnt og létt svo þið þurfið ekki að bíða í langan tíma þar til grunnurinn þornar.

Ég er búin að vera að nota kremið núna í einhverjar vikur sem farðagrunn og setti það í hámarksprófun á útskriftardaginn minn því mig langaði að sjá hversu vel farðinn myndi endast í gegnum daginn. Þetta var vægast sagt langur dagur, mikið af kossum og knúsum, mikið borðað og allt þetta sem fylgir því að útskrifast og halda veislu en eftir 14 klukkutíma dag sá ekki á andlitinu mínu. Allt var á sínum stað og leit nákvæmlega eins út og þegar ég málaði mig klukkan 10 um morguninn. Ef það segir ekki sitt þá veit ég ekki hvað gerir það!

Ég mæli allavega sterklega með þessu og þetta kostar **** á priki í Bónus, heilar 579 krónur ef ég man rétt. Prófið þetta, ég mana ykkur!

Psst… Ekki gleyma að taka þátt í gjafaleiknum á síðunni HÉR. Þar getið þið unnið prjónabókina Slaufur og nýjan Baby Lips varasalva! Ég dreg á föstudaginn.

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Varan er í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Trylltur Becca Gjafaleikur
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram þá hefur þú vonandi tekið eftir því að ég setti af stað hörku gjafaleik í gang í gær þar sem ég er að gef...
Tveir óvenjulegir primerar
Svona í tilefni þess að það er sól og blíða úti þá langar mig að sýna ykkur þessa flottu Smashbox farðagrunna sem eru fullkomnir fyrir sumari...
Engla primer
Mig langaði að sýna ykkur vöru frá NYX sem ég er búin að vera að nota fáránlega mikið undanfarna mánuði. Varan er Angel Veil Skin Perfecting Pr...
powered by RelatedPosts