O.P.I Retro Summer: Gjafaleikur!!!

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

_MG_7436

Sumar sumar sumar!!! Þó það sé ekki beinlínis sumarlegt úti núna þá stoppar það mig ekki í því að halda áfram að fjalla um sumarlínur frá hinum ýmsu merkjum! Smá útúrdúr… Er það bara ég eða eru tréin og grasið bara allt í einu orðin græn?! Mér finnst eins og laufin hafa vaxið yfir nótt því allt úti er orðið svo grænt og fallegt :) En hvað um það… Færsla dagsins er virkilega spennandi því ég fæ tækifæri til að gefa tveimur einstaklingum naglalökk úr nýju Retro Summer línunni frá OPI en ég kem aðeins betur að því hér fyrir neðan :)

_MG_7459

Retro Summer línan er ekki jafn stór og New Orleans línan sem OPI gaf út núna í vor en í þessari línu er einungis að finna 6 lökk. Lökkin eru hvor öðru sumarlegri og minna óneitanlega á sól og sumaryl en ég er með ljósbleika og ljósbláa lakkið úr línunni til að sýna ykkur aðeins betur.

Bleiki liturinn heitir What’s the Double Scoop og er virkilega fallegur „baby“ bleikur sem er byggður á hvítum grunni. Það að liturinn sé byggður á hvítum grunni þýðir að hann þekur vel þó hann sé ljós en ég myndi samt segja að það þyrfti tvær umferðir af þessum til að fá fulla þekju.

 

Blái liturinn heitir Sailing & Nail-ing og ég er ekki frá því að þessi ásamt gula lakkinu í línunni séu uppáhaldslitirnir mínir… Og kannski þessi appelsínuguli líka (googlið hann!). Þessi eins og sá bleiki er týpískur „baby“ blár og er einnig byggður á hvítum grunni. Tvær umferðir af þessum ætti því að ná að þekja nöglina. 

_MG_7445

Í línunni koma einnig þessi fallegu litlu sett sem innihalda fjóra liti úr línunni og þar sem að línan inniheldur einungis sex liti þá geyma þessi sett bróðurpartinn af þeim litum sem eru í boði. Ég veit ekki með ykkur en ég klára sjaldnast heilt naglalakk nema það sé í algjöru uppáhald hjá mér svo þessi litlu sett eru rosalega sniðug fyrir þá sem eru eins og ég og klára aldrei naglalökkin sín en langar að eignast sem flesta litina í hverri línu. Ég er líka ótrúlega glöð yfr því að í samstarfi við OPI á Íslandi ætla ég að færa tveimur heppnum lesendum sitthvort settið sem þið sjáið hér á myndinni! Til að taka þátt í leiknum þarf að fylla út formið hér fyrir neðan :D

Click here to view this promotion.

_MG_7436

Retro Summer er því lítil og falleg sumarlína frá OPI og ég get ekki beðið eftir að fá að deila sumargleðinni með einhverjum af ykkur kæru lesendur svo takið endilega þátt í leiknum til að geta unnið smá OPI sumardásemd! :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

10 Comments

 1. Avatar
  Sigrún
  25/05/2016 / 21:09

  Algjört æði já takk væri svo sannarlega til í að detta í þennan lukkupott ;) <3 <3 <3 (Y) (Y)

 2. Avatar
  Hafdís Magnusdottir
  25/05/2016 / 21:24

  Mjög gott naglalakk

 3. Avatar
  Ása
  25/05/2016 / 23:24

  Vá svo fallegir litir ?

 4. Avatar
  Rannveig Ívarsdóttir
  26/05/2016 / 10:00

  Flott naglalökk.

 5. Avatar
  Erna Kristín Ernudóttir
  26/05/2016 / 10:54

  Já takk :)

 6. Avatar
  Heiðrún Berglind Hansdóttir
  26/05/2016 / 11:26

  Já takk kærlega :)

 7. Avatar
  Linda Björk Tryggvadóttir
  26/05/2016 / 12:56

  Já, takk ? Fallegir litir ?

 8. Avatar
  árný jóhanns
  26/05/2016 / 21:01

  besta naglalakkið að mínu mati..
  svaka flottir sumarlitir..

 9. Avatar
  Kristbjörg
  26/05/2016 / 22:47

  Elska opi….væri svo til í nyju sumar litina ;)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
!Fyrir alla nude-ara!
Ég elska þessa línu! Ég varð bara að byrja færsluna á því, það var bara ekkert annað í stöðunni! Nude er minn litur alveg í gegn og þetta er ...
OPI x ICELAND!!!
Þá er ég komin aftur á skrið eftir stutt en mjög gott frí og það er sko heldur betur mikið búið að ske! Ég missti nánast andlitið þegar ég sá að ...
powered by RelatedPosts