4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

OPI: New Orleans

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

image1 (7)Ef eitthvað er vorboði í mínum augum þá er það þegar að vor-/sumarlínan frá OPI kemur í verslanir. Ókei það og hækkandi sól en naglalökkin eru meira spennandi ;) Línan í ár heitir New Orleans og er virkilega vel heppnuð að mínu mati. Smá útúrdúr en það er eitthvað við New Orleans sem mér finnst sjúklega heillandi! Kannski er ég bara búin að horfa á of marga þætti af The Originals eða AHS: Coven en mig langar alveg ótrúlega mikið að fara til New Orleans! Los Angeles og New Orleans eru klárlega staðir sem eru á ferðaóskalistanum hjá mér… en aftur að OPI. Ég er með tvo liti úr nýju línunni sem mig langar að sýna ykkur :)

Fyrsti liturinn er þessi æðislegi bleiki litur. Ef ykkur vantar 100% Barbie bleikt lakk þá er þetta klárlega fyrir ykkur. Suzi Nails New Orleans er gullfallegur bleikur litur sem inniheldur engar shimmeragnir og er liturinn það þéttur að ég þurfti bara tvær umferðir til að þekja nöglina.

Hinn liturinn sem ég hef til að sýna ykkur heitir Take a Right on Bourbon. Ég er ekki alveg viss um hvort að þessi litur sé silfurlitaður eða gulllitaður svo ég ætla að segja að hann líti út eins og hvítagull! Virkilega fallegur litur og furðu þéttur. Ég þurfti bara tvær umferðir af þessum og þá varð hann alveg fullkominn á nöglinni.

IMG_0498

Hér sjáið þið svo alla litina sem eru í línunni. Hún einkennist svolítið af bleikum tónum finnst mér og ég gæti vel hugsað mér að eignast eins og tvö lökk til viðbótar við þessi. Þau sem yrðu fyrir valinu væru Humidi-Tea og lakkið sem er með fyndnasta nafn í heimi… Show us your tips!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
!Fyrir alla nude-ara!
Ég elska þessa línu! Ég varð bara að byrja færsluna á því, það var bara ekkert annað í stöðunni! Nude er minn litur alveg í gegn og þetta er ...
OPI x ICELAND!!!
Þá er ég komin aftur á skrið eftir stutt en mjög gott frí og það er sko heldur betur mikið búið að ske! Ég missti nánast andlitið þegar ég sá að ...
powered by RelatedPosts