OFRA x Kathleen Lights

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

IMG_1659

Mig langaði að sýna ykkur þessa tvo gullfallegu fljótandi varaliti sem ég eignaðist um daginn frá Fotia.is. Varalitirnir eru samstarf snyrtivörufyrirtækisins OFRA og youtube-stjörnunnar Kathleen Lights. Ég hef ekki farið leynt með ást mína á Kathleen en ég fylgist með henni eins og mér sé borgað fyrir það! Hún virkar svo yndæl og trú sjálfri sér að það er ekki annað hægt en að dást að henni og afrekum hennar :)

Þetta er ekki fyrsta samstarf Kathleen við snyrtivörufyrirtæki en hún hefur áður unnið með Colour Pop en ég skrifaði einmitt um samtarf þeirra HÉR. Ég er reyndar að deyja mig langar svo í fljótandi Lumiere varalitinn og Where the Night is augnskuggafjarkann en ég þarf að bíða þar til ég fer til Bandaríkjanna næst þar sem Colour Pop sendir því miður ekki til Íslands :(

En aftur að varalitunum!

IMG_1817

Fyrsti liturinn sem Kathleen gerði fyrir OFRA heitir Miami Fever og er fullkomin sumarlitur fyrir sumarið sem má nú alveg fara að láta sjá sig! Það er í sjálfu sér svolítið erfitt að lýsa litnum þar sem ég á engan sem kemst nálægt því að vera líkur honum. Í grunninn er þetta rauður heittóna litur með appelsínugulum undirtónum.

_MG_1871

Hér sjáið þið hvernig liturinn lítur út á vörunum. Þið sjáið hversu appelsínugulur hann er í raun og veru en á sama tíma kemst hann algjörlega hjá því að vera kórallitaður. Einstaklega fallegur litur sem ég er rosalega ánægð með og ég er viss um að þessi eigi eftir að rata oftar en ekki á varirnar í sumar.

IMG_1814

Miami Fever varaliturinn gekk svo vel í sölu að OFRA fékk Kathleen aftur til liðs við sig til að búa til annan lit og útkoman var Havana Nights. Ég dó næstum þegar ég sá þennan í fyrsta skipti á netinu því ég var búin að vera að leita að svipuðum lit í svo ótrúlega langan tíma! Þessi er dökkrauður með brúnum undirtónum.

_MG_1901

Hér sjáið þið svo hvernig þessi lítur út á vörunum. Ég verð nú að segja að ég hef aldrei átt dökkan fljótandi varalit sem þekur varirnar jafn vel í fyrstu stroku og þessi! Oftar en ekki þarf maður að fylla inn varirnar með dökkum varablýanti til að dökki fljótandi varaliturinn sem leggst ofan á verði ekki blettóttur og ójafn. Ég þurfti ekkert slíkt með þessum sem vakti mikla gleði hjá mér en á vörunum hérna er ég einungis með ein til (varla) tvær umferðir af litnum og engan varablýant.

IMG_1659

Allt í allt er ég ótrúlega sátt með varalitina sem eru með þeim litsterkustu sem ég hef prófað! Þeir þurrka ekki upp varirnar mínar og smitast ekki út um allt andlit þegar líður á daginn heldur haldast á sínum stað. Áferðin á þeim er líka góð ein hún minnir mig einna helst á Matte Lip Creme-in frá NYX. Þessi fá því toppeinkunn frá mér og ég er nú þegar komin með augastað á nokkrum öðrum litum frá OFRA… halló Brooklyn, halló Sao Paulo og halló Fifth Ave ég kem til ykkar bráðum!!!

ofra_einkunn

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Viva Glam x Taraji P. Henson
Mig langaði að sýna ykkur nýja samstarfið á milli MAC og Taraji P. Henson! Þetta er seinna Viva Glam samstarfið sem að Taraji gerir með MAC e...
Ég elska þessa!
Það er ekki oft sem ég finn varavöru sem fer ekki af vörunum mínum vikunum saman - enda er ég dugleg að breyta til! Það gerðist þó þegar ég p...
Varaliturinn fyrir sumarfríið!
Góðan dag! Það er greinilega komið smá sumar í mig því mér finnst ég vera orðin voðalega löt við að skrifa... allavega svona miðað við vanale...
powered by RelatedPosts