4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Öðruvísi maskar

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf eða eru í einkaeigu

_MG_0600-2

Ég veit ekki með ykkur en sjálf nota ég oft helgarnar til að gera virkilega vel við húðina mína. Það er eitthvað svo róandi við það að taka smá andlitsdekur á frídögum enda hefur maður oft ekki tíma í slíkt á annasömum vinnudögum. Húðdekur er því á dagskrá hjá mér þennan sunnudag og eftir brúðkaupsveisluna sem ég fór í í gær held ég að ekki veiti af! Dekrið mitt í kvöld mun innihalda tvo vægast sagt óvenjulega maska en mig langaði rétt svo að sýna ykkur þá og segja ykkur aðeins frá þeim en ég hef aldrei prófað þá áður svo þetta verður spennandi tilraunakvöld hjá mér!

Fyrstur á dagskrá er Advanced Night Repair Concentrated Recovery PowerFoil Mask frá Estée Lauder! Þetta er svokallaður „sheet“ maski úr áli en sum ykkar hafða eflaust tekið eftir umfjöllunum um þessum ágæta maska síðustu mánuði enda mjög sérstök vara hér á ferð. Maskinn býr yfir sömu eiginleikum og Advance Night Repair serumið frá merkinu nema tvöfalt sterkari. Húðin á því að vera vel nærð og full af raka eftir notkun svo það verður spennandi að sjá hvort hann mun gera mikið fyrir húðina mína.

Næstur á dagskrá er rósavaramaski frá Sephora. Ég er rosalega forvitin að prófa þennan og sjá bæði hvernig hann lítur út og hvað hann gerir. Maskinn á að veita vörunum mikinn raka ásamt því að mýkja þær. Maskinn er venjulegur „sheet“ maski nema fyrir varirnar og hann á leggja yfir lokaðan munninn og leyfa honum að liggja þar í um 15 mínútur.. Sem sagt ekki setja þennan á þig ef þú þarft að tala eitthvað næstu 15 mínúturnar ;)

Það verður svo sannarlega dekurkvöld í kvöld – hlakka til! :D

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf eða eru í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Hárskrúbbur?
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram sástu eflaust í story hjá mér um daginn þegar ég skrapp í Sephora og kom auga á þennan hárskrúbb. Ég...
Three Part Harmony frá Origins
Ég spurði á Instagram hvort þið mynduð vilja sjá umsögn af nýjustu vörunum úr Three Part Harmony línunni frá Origins og það kom mér á óvart hve...
Sneak Peak: NÝTT frá L'Oréal
Stundum borgar sig að búa úti í DK en ég fæ mjög oft forsmekkinn af því sem koma skal hjá L'Oréal! Að þessu sinni eru það dýrindis sykurskrúbba...
powered by RelatedPosts