NYX óskalistinn

Færslan er unnin í samstarfi við NYX

1

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að snyrtivöruverslunin NYX mun opna sína fyrstu flagship verslun á Íslandi næstkomandi laugardag! Það verður heljarinnar viðburður á laugardaginn þegar að búðin opnar í Hakgaup Kringlunni en mig langaði að taka saman smá óskalista frá NYX eins og svo margir hafa verið að gera undanfarið :)

1. Ultimate Eyeshadow Palette í litnum Brights

Ef NYX stendur fyrir eitthvað í mínum huga þá er það klárlega sú hugsun að stíga út fyrir þægindaramman þegar kemur að förðun. Ég er því spenntust fyrir að prufa bjartar vörur og skarpa liti frá merkinu og því fór Ultimate augnskuggapallettan í litnum Brights beint á topplistann hjá mér yfir þær vörur sem ég hreinlega verð að eignast frá merkinu. Mig langar reyndar líka í sömu pallettuna í litnum Smokey & Highlight en fyrst kaupi ég Brights!

2. Vivid Brights eyeliner

Fyrir þá sem eru ekki alveg tilbúnir til að skarta svona björtum litum á augnlokinu þá getur fallegur litaður augnblýantur gert heilmikið fyrir hina típísku hlutlausu augnförðun og því held ég að Vivid Brights fljótandi eyeliner-arnir eigi eftir að standa sig í stykkinu fyrir þá sem vilja ekki fara alla leið í litagleðinni en samt gera eitthvað öðruvísi. 9 litir sem ég get ekki beðið eftir að prófa.

3. Face & Body Glitter

Það er hinsvegar ekkert sem getur gert góða förðun betri á sama hátt og glimmer. Ég hugsa að ég byrji því á því að safna mér öllum litunum sem eru í boði af NYX glimmerinu til að koma langþráðu glimmersafni mínu loksins á laggirnar.

4. Butter Gloss

Ef það er eitthvað sem að Jaclyn Hill hefur sannfært mig um eftir alla þá klukkutíma sem ég hef eytt í að horfa á myndböndin hennar á Youtube þá er það að ég verði að prófa Butter glossin frá NYX. Hennar uppáhalds litur er Créme Brulee og mig grunar að það verði minn uppáhalds litur líka.

5. Lip Lingerie

Síðast en ekki síst eru það heimsfrægu Lip Lingerie varalitirnir. Það er eitthvað við þessa varaliti sem er virkilega heillandi en brúnir varalitir hafa ávalt heillað mig upp úr skónum þar sem þeir passa við bókstaflega allt. Embellishment er sá vinsælasti hjá merkinu og því efst á óskalistanum hjá mér. Fyrst hann er eiginlega alltaf uppseldur þá hlýtur hann að vera góður!

Þá er bara næst á dagskrá að skella sér í NYX næsta laugardag og næla mér í eitthvað af óskalistanum. Sjáumst þar! :D

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan er unnin í samstarfi við NYX

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Janúar uppáhöld
Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar! L'Oréal Colorista Silver Shamopoo - Besta fjólubláa sjampó s...
MYNDBAND: Einfalt gyllt smokey
Það tókst! Ég náði að klippa sýnikennslumyndbandið sem ég talaði um í færslunni minni gær fyrir daginn í dag! Mig langaði að gera bara stu...
Fyrir alla sem elska METAL
Ég og pósturinn í Danmörku erum ekki vinir, við getum orðað það svoleiðis. Þessi palletta kom til landsins í lok nóvember en ég fékk hana ekk...
powered by RelatedPosts