4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Nýtt frá RT árið 2017

Færslan er ekki kostuð

Screen Shot 2017-01-16 at 17.53.15

Eins og þið eflaust vitið er ég forfallinn Real Techniques aðdáandi og því ekki ólíkt mér að deila með ykkur hér á síðunni öllum þeim nýjungum sem eru væntanlegar frá merkinu árið 2017! Vörurnar eru reyndar komnar í sölu á heimasíðu Real Techniques ef einhver ykkar getur ekki beðið en þær munu eflaust margar hverjar rata í verslanir hér heima þegar líða tekur á árið. Mig langaði allavega að gefa ykkur smá smjörþef af því sem er væntanlegt svo undirbúið ykkur vel því það er sko ekki lítið!

Sú nýjung sem greip athygli mína alveg um leið og ég er svolítið búin að bíða eftir er þetta sett! Þetta er settið Prep + Prime og eins og glöggir taka eftir er hér kominn nýr litur á burstasköftin – svartur. Þetta sett á að gefa manni öll þau tól sem maður þar fyrir farðaásetningu, þar á meðal rúllukúlu sem maður getur notað undir augun og spaða til að blanda saman mismunandi farðaliti. Settið inniheldur: beauty spatula, under eye reviver, prep brush, miracle complexion sponge og sponge stand.

Næst er það settið Prep + Color Lip. Þetta sett inniheldur allt sem maður þarf fyrir hina fullkomnu varalitaásetningu en það inniheldur fullt af nýjum burstum og sköftin á þeim eru einnig svört. Settið inniheldur: Lip Smoothing Brush, Lip Lining Brush, Lip Brush, Lip Fan Brush, Mirrored Brush Canister.

Screen Shot 2017-01-16 at 17.56.26Til að halda okkur í vörunum er einnig að koma tvenna sem heitir Lip Color + blur. Hún inniheldur tvo varalitabursta sem ég held alveg örugglega að hafa ekki fengist saman áður. Burstarnir eru: lip brush og lip blur brush.

Screen Shot 2017-01-16 at 17.56.45Næst er það tvennan Eye Smudge + Diffuse. Hún inniheldur tvo smudge bursta til að blanda út eyeliner eða augnskugga og auka yddara fyrir eyeliner. Burstarnir eru: smudge brush, precision smudge brush og bonus sharpener.

Screen Shot 2017-01-16 at 17.57.09Þessum bursta er ég alveg rosalega spennt fyrir en þetta er Expert Concealer Brush sem er í rauninni minni útgáfan af Expert Face Brush burstanum sem er nú þegar til. Hann er einn af mínum allra uppáhalds enda var það fyrsti RT burstinn sem ég eignaðist. Ég er því mjög spennt að prófa þennan!

Þetta sett kom mér pínu á óvart en þetta er nýtt augabrúnasett sem heitir einfaldlega Brow Set. Ólíkt fyrra settinu innihedur þetta skæri og aðra bursta. Settið inniheldur: brow scissors, angled tweezer, brow brush, brow spoolie, brow highlighting brush og tösku.

Þetta er annað sett sem ég er ótrúlega spennt fyrir en í þetta sinni inniheldur settið ekki tösku eins og hefur tíðkast með flestum RT settum heldur burstabox! Mér finnst það miklu sniðugra því persónulega nota ég aldrei þessar töskur. Settið heitir Flawless Base Set og á að hjálpa manni að ná hinum fullkomna grunn. Settið inniheldur: contour brush, detailer brush, buffing brush, square foundation brush og brush cup.

Enhanced Eye sett er sett sem að inniheldur 5 bursta og eitt burstabox. Burstarnir eiga að hjálpa manni að ná hinni fullkomnu augnförðun og inniheldur nokkra gamla og góða bursta ásamt nokkrum splunkunýjum. Settið inniheldur: medium shadow brush, essential crease brush, fine liner brush, shading brush, lash separator og brush cup.

Screen Shot 2017-01-16 at 17.58.00Þetta ár verður greinilega ár burstatvennanna en Eye Detail + Define er tvenna sem hjálpar manni að ná flottum eyeliner. Með tvennunni fylgir síðan eyeliner stensill sem hjálpar manni enn frekar. Í tvennunni er að finna: definer brush, square detailer brush og bonus liner guide.

Screen Shot 2017-01-16 at 18.00.18Síðast en ekki síst er það tvennan Eye Shade + Blend sem hjálpar manni að ná fullkomlega blönduðum augnskugga. Þessir burstar eru nú þegar til en núna er hægt að kaupa þá tvo saman. Burstarnir eru: base shadow brush og deluxe crease brush.

Rétt upp hönd sem er spenntur fyrir þessum nýjungum! Það virðist ekkert lát ætla að vera á nýjungunum frá RT en þær systur Sam og Nic hafa greinilega verið duglegar í þróunarvinnunni undanfarið. Nú þurfa þær bara að fara að selja blævængsburstann stakan! Hlakka til að skoða nýjungarnar betur þegar þær mæta til landsins!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan er ekki kostuð

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Áramótaförðunin mín 2017
Áramótaförðunin mín þetta árið var frekar einföld þar sem ég var í svo miklum glamúrkjól að ég vildi ekki að þetta yrði allt saman "too much" e...
Bless 2017
Gleðilegt nýtt ár elsku lesendur! Ég vona að þið hafið nú haft það sem allra best yfir áramótin og notið vel með ykkar nánustu við hlið. Ég haf...
Fullkomnar varir með RT!
Þá er komið að seinna Real Techniques settinu sem ég ætlaði að segja ykkur frá en í þessari færslu ætlum við að skoða vel Prep & Col...
powered by RelatedPosts