Nýr stiftfarði frá Clinique

Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

_MG_7020

Þegar ég prófaði þennan farða í fyrsta skipti þá var ég að prófa stiftfarða í fyrsta skipti á ævi minni og vissi því eiginlega ekki við hverju ég átti að búast. Áður en ég fer betur út í það allt saman þá langar mig að útskýra smá hvað stiftfarðar eru en þeir eru einfaldlega farðar í föstu formi. Þeir hafa verið að aukast svakalega í vinsældum undanfarið eða allt frá því að Make Up For Ever kom á markað með HD Foundation Stick farðann sinn svo ég var rosalega spennt að prufa loksins einhvern stiftfarða. Ég þarf samt að nálgast Make Up For Ever farðann næst þegar ég fer til útlanda en það er önnur saga :)

_MG_7008

Umræddi farðinn hér fyrir ofan og á myndunum er nýjung frá Clinique sem kom í verslanir hér á landi fyrir ekki svo löngu síðan. Farðinn heitir Chubby in the nude foundation stick og er hann bæði ofnæmisprófaður og lyktarlaus.

_MG_7009

Farðinn kemur í ótrúlega handhægum umbúðum en maður skrúfar upp botninn til að lyfta stiftinu hærra úr túpunni. Það kom mér svolítið á óvart hversu lítið magn af farða er í stiftinu svo ég var smá óörugg um hversu lengi varan myndi endast mér en það eru bara 6 ml/grömm af vöru í stiftinu. Ég get þó fullvissað ykkur um það að 6 grömm af vöru er alls ekki lítið þegar kemur að þessum farða!!! Ég er búin að vera að nota hann núna stanslaust í einhverjar tvær vikur (af því að ég er svo hrifin af honum) og það sést varla á honum. Litla bungan sem stendur upp úr túpunni þegar maður er með skrúfað alveg niður stendur ennþá upp úr hjá mér svo ég á nóg eftir! Stiftið er líka meira en helmingi stærra en það sést hér á myndinni svo ekki hafa áhyggjur af því ;)

Hér sjáið þið svo andlit mitt án farðans, þegar ég er með farðann á mér og er ekki búin að dreifa úr honum og þegar ég er búin að dreifa úr honum. Persónulega þá teikna ég alltaf nokkrar línu með farðanum á andlitið og dreifi síðan úr honum með Buffing burstanum frá RT. Ég veit ekki hvernig það er að notað svamp í þennan þar sem ég hef ekki prófað það en eflaust er það allt í góðu. Ég set eins margar rendur á andlitið og ég vil hverju sinni en munið bara að því fleiri rendur sem þið teiknið því meiri verður þekja farðans.

_MG_7189

Hér er ég svo fullmáluð en þið getið séð hversu fallega áferð farðinn gefur húðinni. Ég held að aðaláhyggjuefnið hjá fólki í tengslum við stiftfarða er hvort þeir séu ekki rosalega þurrir og erfitt sé að vinna með þá. Ég veit ekki með aðra stiftfarða því eins og ég nefndi hér fyrir ofan þá hef ég ekki prófað þá en þessi frá Clinique sleppir alveg við það að vera þurr og það er mjög auðvelt að vinna með hann og dreifa úr honum á húðinni.

Screen Shot 2016-06-08 at 17.31.03

Farðinn á mér endist í svona sirka sex klukkutíma en þá kemur smá hreyfing á hann sem er þó alls ekki áberandi. Mig grunar líka að ég sé svolítið mikið með puttana í andlitinu mínu og það gæti verið ástæðan á bakvið þetta. Sex tímar eru þó þursugóð ending að mínu mati. Áferðin er rosalega náttúruleg, hvorki ljómandi né mött heldur frekar eins og þín húð nema betri, ef þið skiljið hvað ég á við :) Farðinn þekur líka rosalega vel en því má stjórna eins og ég nefndi hér fyrir ofan.

_MG_7004

Allt í allt er ég virkilega hrifin af þessum farða og þá aðallega vegna þess að hann er svo þægilegur. Maður er enga stund að setja hann á sig og það dreifist alltaf jafnt og vel úr honum á húðinni. Þú finnur líka ekki fyrir honum á andlitinu sem er alltaf risastór kostur að mínu mati. Farðinn er líka eitthvað svo handhægur og ég gæti vel hugsað mér að geyma hann bara í veskinu mínu yfir sumarið þar sem það er svo þægilegt að ferðast með hann. Stórt klapp fyrir þér Clinique! :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
powered by RelatedPosts