Nýjungar frá MAC: TImes Nine lúkk

Vörurnar fékk ég að gjöf

Voðalega var ég glöð að fá tækifæri til að prófa þessa dásemdar fegurð frá MAC sem þið sjáið á þessum myndum. Hér má líta æðislega sumarútgáfu af hinum frægu Times Nine palletum frá MAC en þessi ber heitið Tropic Cool. Eins og nafnið gefur til kynna inniheldur pallettan níu frekar kaldtóna sumarliti en þá einna helst blá, græna og gula tóna. í pallettunni eru engir hlutlausir blöndunarlitir en það eru þó tveir æðislega mjúkir og fallegir klassískir tónar en annar þeirra er kaldtóna gylltur litur og hinn er kaldtóna silfur litur með smá grænum undirtón.

Litirnir eru allir svakalega mjúkir og litsterkir og það er mjög auðvelt að blanda þá saman. Einn litur í pallettunni er þó aðeins öðruvísi en hinir en það er sá ljósgræni sem er við hliðina á þessum gula. Hann er svolítið púðraður sem vill oft gerast með svona „neon“ liti en ég notaði hann sem blöndunarlit í glóbuslínuna í því lúkki sem ég gerði fyrir þessa færslu og hann virkaði mjög vel í það. Ég passaði mig bara að slá svolítið af litnum af burstanum :) Pallettan kemur í fjórum litum þar með talið þessum Cool Tropics en þessir fjórir auka litir koma í takmörkuðu upplagi fyrir sumarið 2017.

Önnur nýjung sem er að koma í MAC eru nýju Lipglass glossin. Þetta eru í rauninni sömu gloss og hafa áður verið í sölu hjá MAC en nú er formúlan orðin önnur sem og umbúðirnar. Í formúlunni má núna finna nærandi varaolíur eins og jojoba olíu, babassu olíu, apríkósuolíu og kókosolíu. Liturinn sem þið sjáið hér á myndinni heitir C-Thru og er ljós nude litur sem inniheldur örfínar gylltar shimmeragnir og er ekki of þykkur.

Hér sjáið þið síðan lúkkið sem ég gerði með vörnum. Ég veit ekki hvað það er en mér finnst þetta lúkk bara pínu brasilískt hjá mér! Ætli það séu ekki litirnir sem ég notaði :) Hérna notaði ég glossið eitt og sér svo það sést ekkert brjálæðislega vel á mér en ég myndi mæla með því að nota glossið yfir varalit, jafnvel fljótandi varalit, ég hugsa að það yrði sjúklega fallegt!

Ég byrjaði á því að grunna augnlokið á mér með Painterly Paint pot frá MAC og setti svo Jumbo Eye Pencil frá NYX í hvítu yfir það. Þessi grunnur fær litina til að virkilega „poppa“ á augnlokinu. Næst setti ég gula litinn yfir allt augnlokið og setti síðan matta blá litinn yst á augnlokið. Græna litinn í miðjuni á pallettnni setti ég síðan á skilin til þess að blanda þau út. Alveg yst á augnlokið setti ég síðan næst dekksta og dekkst blá litinni í neðstu röðinni í pallettunni. Í lokinn setti ég neon græna litinn í glóbuslínuna til að blanda út öll skil. Á neðri augnháralínuna setti ég síðan dekksta litinn í pallettunni alveg yst, lagði síðan kóngabláa litinn sem er þar við hlið á yfir hann og setti síðan græna miðjulitinn innst á augnháralínuna. Í innri augnkrókinn bar ég síðan ljósgyllta litinn til að birta yfir honum. Í vatnslínuna mína setti ég svo L’Oréal Gel Crayon í litnum I’ve got black en hann toppaði alveg lúkkið að mínu mati!

Æðislegt sumarlúkk þó ég segi sjálf frá! :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Bleikt fyrir vorið
Það er komið sumar í Danmörku... vonandi! Dagurinn í gær var allavega æði. 15 stiga hiti og heit gola, íslenskt sumar at it's finest. ...
Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
Fyrir alla sem elska METAL
Ég og pósturinn í Danmörku erum ekki vinir, við getum orðað það svoleiðis. Þessi palletta kom til landsins í lok nóvember en ég fékk hana ekk...
powered by RelatedPosts