4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Nýjung frá Shiseido: FULLT af varalitum!

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

shi

Hvað ég er búin að bíða lengi eftir að geta fengið að sýna ykkur þessa! Núna eiga þeir loksins að vera mættir til landsins svo ég má! :D Í haust kemur Shiseido nefnilega á markað með þessa gullfallegu varalitalínu sem ber heitið Rouge Rouge og einkennist af 16 mismunandi rauðum tónum. Ef þú á annað borð elskar rauða og bleika varaliti þá ættir þú klárlega að geta fundið þinn fullkomna tón í þessari línu. Það er nefnilega oftar en ekki svolítið erfitt að finna sér rauðan lit sem passar við sitt litarhaft en ef þið eruð svipuð og ég þá mæli ég með rauðum litum sem hafa kaldann bláan undirtón.

shi2

Varalitirnir hafa allir svipaða áferð en hún er mitt á milli þess að vera mött og glansandi. Þeir gefa því mjög náttúrulega áferð á varirnar sem auðvelt er að byggja upp án þess að þekjan verði of þung. Hún er þó mismunandi eftir litum en af þeim fjórum sem ég fékk að prófa var þekjan frekar svipuð og allir litirnir mjög litsterkir. Ég prufaði endinguna á litunum vel og ég komst upp með að nota varalitina án þess að bæta þeim á mig í nánast 4 klukkutíma. Þá borðaði ég reyndar ekkert en drakk vatn með röri svo endingin getur að sjálfsögðu breyst eftir aðstæðum. 

shi3

Varalitirnir eiga það þó allir sameiginlegt að vera einstaklega rakagefandi og koma í alveg klikkaðislega flottum umbúðum! Ég veit að fyrir marga er það algjört aukaatriði en það setur alltaf punktinn yfir i-ið í mínum bókum. Stílhreinu svörtu umbúðirnar eru með rauða Shiseido merkið á toppnum ásamt logo-inu á botninum en lokið festist á með segul sem er virkilega þægilegt því þá smella umbúðirnar alltaf bara saman. Ég er með fjóra liti úr nýju línunni til að sýna ykkur betur en þeir heita frá vinstri til hægri: Coral Shore, Murrey, Sweet Desire og Red Queen.

Þið verðið að afsaka að það eru engar litaprufur frá mér persónulega af varalitunum fjórum sem ég er með en þar sem ég er öll úti í ofnæmisútbrotum á vörunum vildi ég ekki sýna ykkur litina á þeim enda gerir það vörunni ekki góð skil. Ég fékk því lánaðar þessar myndir hér fyrir neðan af Temptalia sem ég raðaði upp í einn ramma til að sýna ykkur litina fjóra sem ég á betur ásamt öllum hinum litunum í línunni. Ég veit ekki með ykkur en Hushed Tones kallar alveg á mig!

rouge-rum-punch

Eins og þið sjáið vel á þessari mynd þá ætti hver sá sem vill finna hinn fullkomna rauða varalit fyrir sitt litarhaft að geta fundið hann í þessari línu. Sumir litirnir virðast vera voða svipaðir en það er alltaf örlítill munur í tón litsins sem gerir það að verkum að allir ættu að geta fundið sér sinn rauða lit.screen-shot-2016-10-08-at-10-27-35Hér er svo styrkleikaskalinn fyrir vöruna eftir mínar prófanir. Mér finnst eitthvað svo langt síðan ég hef sett svona skala inn í umfjöllun hjá mér… er mig nokkuð að misminna það? Það er kannski bara langt síðan ég gerði svona sér umfjöllun um eina vöru en það er önnur saga :)

sh1

Enn og aftur ef þið viljið á annað borð finna rauðan varalit sem hentar ykkur þá er þetta lína sem þið eigið klárlega að kíkja á. Virkilega fallegir og þægilegir varalitir sem hafa slegið í gegn hjá mér frá því ég fékk þá. Mæli með!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
Viva Glam x Taraji P. Henson
Mig langaði að sýna ykkur nýja samstarfið á milli MAC og Taraji P. Henson! Þetta er seinna Viva Glam samstarfið sem að Taraji gerir með MAC e...
Á augnhárunum mínum
Ég er með sérstakar kröfur þegar kemur að maskörum og þess vegna tek ég mér alltaf ágætis tíma til að prófa nýja maskara þegar þeir...
powered by RelatedPosts