Nýjir Burt’s Bees varalitir

Færslan er ekki kostuð

Ég varð svo spennt þegar ég sá þessa varaliti á einu af mínum reglulegu netvöfrum um daginn. Þetta eru nýjir varalitir frá Burt’s Bees sem áttu ekki að rata í búðir erlendis fyrr en á næsta ári en eru þó komnir á nokkra staði í USA eins og til dæmis í Walgreens. Ég persónulega elska Burt’s Bees og finnst flest allar vörurnar frá þeim alveg æðislegar. Fyrir einhverjum mánuðum síðan horfi ég svo á heimildarmyndina Burt’s Buzz sem er um Burt sjálfan og hvernig fyrirtækið varð til. Ég varð enn þá meiri aðdáandi merkisins eftir að hafa horft á myndina enda rosalega merkilegur og sérstakur maður hann Burt. Mæli með að þið kíkið á myndina ef ykkur leiðist og þið fílið svona heimildarmyndir.

En aftur að varalitunum sem koma greinilega í rosalega mörgum litum og er eitthvað verið að djóka með þessar pakkningar! Ég held að ég geti fullyrt að þetta sé með flottustu varalitapakkningum sem ég hef séð… og ég hef ekki einu sinni litið þær eigin augum heldur bara í gegnum tölvuskjáinn. Vaxköku mynstrið á hliðinni þar sem liturinn á varalitnum skín í gegn setur algjörlega punktinn yfir i-ið. Minimalískt og flott. Þá er bara að vona að þessir rati til landsins á næsta ári svo ég geti séð þá með eigin augum. Ég bíð allavega spennt :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan er ekki kostuð

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
Viva Glam x Taraji P. Henson
Mig langaði að sýna ykkur nýja samstarfið á milli MAC og Taraji P. Henson! Þetta er seinna Viva Glam samstarfið sem að Taraji gerir með MAC e...
Á augnhárunum mínum
Ég er með sérstakar kröfur þegar kemur að maskörum og þess vegna tek ég mér alltaf ágætis tíma til að prófa nýja maskara þegar þeir...
powered by RelatedPosts