Nýjasta æðið: Einfalt Smokey!

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

img_1661

Mig langaði að sýna ykkur Super Liner Smokissime augnskuggana frá L’Oréal sem ég er komin með algjört æði fyrir. Mig er búið að langa að prófa þessa augnskugga í ótrúlega langan tíma og ég skil eiginlega ekkert í mér að vera ekki búin að því hingað til! Ég fékk síðan tækifæri til að prófa þá um daginn þegar ég gerði hátíðarförðun fyrir L’Oréal og vá ég er ástfangin! Ef þið eigið erfitt með að gera smokey augnförðun þá eiga þessi litlu undraprik eftir að létta ykkur lífið.

img_1662

Augnskuggan sjálfan er að finna í lokinu á pennanum svo í hvert skipti sem maður opnar hann er kominn meiri augnskuggi á svampinn sjálfan. Formúlan er frekar gelkennd sem gerir hana einstaklega mjúka og maður er án djóks enga stund að bera hana á augnlokið og dreifa úr henni með svampinum til að skapa þetta „smokey effect“. Ég set þá mest af litnum alveg við augnháralínuna og dreifi svo úr henni með léttum strokum svo að liturinn verið sem þéttastur við augnhárarótina.

img_1664

Litirnir eru mjög þéttir í sér og þar af leiðandi mjög litsterkir en ég hugsa að það sé vegna þess hversu gelkennd formúlan er. Það er auðveldlega hægt að nota augnskuggana sem eyliner líka en þeir endast rosalega vel á mínu augnloki. Frá toppi til botns hér á myndinni sjáið þið litina þrjá sem eru í boði; Brown Smoke, Black Smoke og Taupe Smoke. Brown smoke er klárlega minn uppáhalds til að nota einan og sér þar sem hann er svo bronsaður og fallegur en ég elska líka að nota Black smoke með öðrum augnskuggum til að gera förðunina extra smokey.

img_1663

Æðislegir augnskuggar sem ég hvet ykkur eindregið til að kíkja á. Þeir eru nefnilega fullkomnir til að hafa í veskinu yfir hátíðina enda svo hrikalega einfaldir í notkun!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
powered by RelatedPosts