Nýja töfrakremið mitt

Vörurnar eru í einkaeigu

Stundum finnst mér ekkert þægilegra en að nudda á mér augun, hvort sem ég er þreytt eða ekki. Ég veit að það er ekki gott fyrir næfurþunnu og viðkvæmu húðina sem er í kringum augun en þegar ég byrja… þá get ég ekki hætt. Ég er að reyna að venja mig af þessu svo ég fái ekki hrukkur strax en… sjáum til.

Vegna þess að ég nudda augun rosalega mikið þá er húðin mín þar í kring alltaf rosalega viðkvæm og þurr og ég er alltaf á varðbergi fyrir góðu augnkremi. Það er sko auðveldara sagt en gert! Það virðist vera nánast ómögulegt að finna augnkrem fyrir unga húð til að gefa henni raka. Það virðist vera eins og augnkrem hafa pínu stimpil á sér að þau verði að berjast gegn hrukkum líka. Það er í sjálfu sér ekkert slæmt en fyrir þurrkupésa eins og mig sem er enn þá ekki komin á aldur til að fara að bera á mig hrukkukrem þá getur það verið pínu pirrandi.

IMG_8581

Um daginn rambaði ég svo mér til mikillar gleði á þennan hérna gullmola. Ég var að bíða eftir afgreiðslu í Lyfju og var eitthvað að skoða úrvalið þegar ég sá þetta Augnkrem frá Gamla Apótekinu og fyrir tæpar 1500 krónur var ég vel tilbúin til að gefa þessu séns. Ég skoðaði umbúðirnar og þetta leit út fyrir að vera nákvæmlega það sem ég hef verið að leita að. Krem sem viðheldur raka, nærir, gefur ljóma og frískleika og er ekkert að berjast gegn hrukkum. Hljómar allt rosalega vel en ég var ótrúlega forvitin að athuga hvort kremið myndi virka.

IMG_8588

Kremið er ótrúlega létt og fínt, ekkert fitugt, og smýgur mjög fljótt inn í húðina. Kannski er húðin mín bara að drekka það í sig því hún er svo þurr en ég hef samt ekki trú á því að það sé eina ástæðan þar sem kremið er svona létt. Kremið er algjörlega lyktarlaust og er laust við öll paraben og litarefni. Ekki er það nú verra. Ég er ekki búin að prófa kremið lengur en í tæpa eina og hálfa viku og vanalega myndi ég prófa krem eða aðrar vörur mikið lengur áður en ég fjalla um þær hér en ég hef bara fundið svo ótrúlega mikinn mun á húðinni minni í kringum augun þessa síðustu viku að ég gat bara ekki beðið. Það er mjög langt síðan þessi viðkvæma húð mín hefur verið jafn vel nærð og róleg og hún hefur verið síðan ég byrjaði að nota kremið. Oftast ber ég kremið á mig beint eftir sturtu eftir að ég er búin að bera á mig rakakrem en stundum set ég það á mig á morgnana líka ef ég man eftir því.

IMG_8587

Ef það hefur ekki komið skýrt fram hérna fyrir ofan þá mæli ég sterklega með þessu kremi fyrir unga húð sem er ekki að leitast eftir hrukkubana heldur góðri næringu fyrir viðkvæma svæðið í kringum augun. Verulega gott krem sem mig grunar að eigi eftir að vera fastagestur á húðinni minni næstu árin… allavega þar til hrukkurnar fara að láta sjá sig :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar eru í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Three Part Harmony frá Origins
Ég spurði á Instagram hvort þið mynduð vilja sjá umsögn af nýjustu vörunum úr Three Part Harmony línunni frá Origins og það kom mér á óvart hve...
Sílikonspaði fyrir maska
Ég var í Normal hérna úti í Danmörku um daginn - eigum við eitthvað að ræða það hvað ég elska þessa búð! Á rölti mínu um búðina kom ég auga á "...
Húðhreinsunin mín í nýju landi + Nýi svampurinn frá RT
Fyrir ykkur sem hafið ekki komið til Danmerkur áður þá er rakinn hérna alveg svakalegur. Mér fannst eins og ég hafi labbað á vegg þegar ég ko...
powered by RelatedPosts