Nýir svampar frá Real Techniques!!!

Færslan er ekki kostuð

Screen Shot 2016-08-04 at 19.24.29

Ef mig er að dreyma þá skuluð þið ekki klípa mig því Real Techniques var að setja 3 NÝJA SVAMPA á markað!!! Afsakið mig aðeins meðan ég missi mig úr spenningi! Svamparnir fóru í sölu í dag á vefsíðunni þeirra svo það verður spennandi að sjá hvenær þeir munu rata hingað til Íslands. Svamparnir eru í þessum klassísku Real Techniques litum, fjólubláum og bleikum en einnig er að finna nýjan svamp sem tilheyrir Bold Metals línunni en hann er eins og demantur í laginu… Já þið lásuð rétt eins og DEMANTUR!

Miracle Complexion svampinn könnumst við nú vonandi allar við enda algjört möst að eiga í snyrtiborðinu að mínu mati. Hann er alls ekki nýr en núna er hægt að kaupa hann í pakkningum sem inniheldur 4 svampa. Algjör snilld fyrir alla förðunarfræðinga eða bara þá sem vilja eiga svampabirgðir fyrir árið :)

Fyrsti nýji svampurinn heitir Miracle Sculpting Sponge og er sá sem er hvað furðulegastur í laginu að mínu mati… fyrir utan kannski svampinn sem er eins og demantur :) Þar sem svampurinn er bleikur á að nota hann til að fullkomna yfirborð húðarinnar eftir að appelsínuguli svampurinn hefur verið notaður til að fullkomna grunn förðunarinnar. Ég elska að það sé flöt hlið á þessum eins og er á upprunalega Miracle complexion svampinum en það einmitt þessi flata hlið sem fær mig til að grípa oftar í hann en Beauty Blenderinn minn.

Ég er þó ekki frá því að Real Techniques hafi verið undir smá áhrifum frá Micro Beauty Blender-unum þegar þeir hönnuðu þessa litlu snillinga sem nefnast Miracle Mini Erasers. Svamparnir eru nákvæmlega eins í laginu og Miracle Complexion svampurinn bara minni. Þar sem þeir eru fjólubláir eiga þeir að hjálpa til við að leggja lokahönd á förðunina og þá sérstaklega í kringum augnsvæðið. Mega spennt fyrir þessum!

Þá er komið að aðal stjörnunni… eða frekar að aðal demantinum en þessi svampur er ólíkur öllum öðrum svömpum sem ég hef nokkurntíman séð. Sem hluti af Bold Metals línunni gæti ég trúað að þessi svampur sé meiri lúxusvara en hinar þó ég viti varla hvernig það er hægt það sem mér finnst upprunalegi svampurinn svo frábær. Svampurinn heitir Miracle Diamond Sponge og hefur hvorki meira né minna en 13 hliðar! Ég er ólýsanlega spennt að prófa þennan því þetta er svona svampur sem verður annað hvort ótrúlega vel lukkaður eða mjög misheppnaður. Ég ætla samt að veðja á fyrri valkostinn! Hann hefur hálfgert silfrað/grátt marmaramynstur og það eru engir tveir svampar með sama mynstrið. Þessi fer ekki í sölu á Real Techniques síðunni fyrr en 22. ágúst en hinir eru allir komnir í sölu þar.

Screen Shot 2016-08-04 at 18.54.54

Ég er eiginlega í smá „No Buy“ banni núna þar sem ég er að safna öllum aurunum mínum fyrir frekara nám, þannig að ég verð að standast þá freistingu að panta mér svampana frá útlöndum og bíða þangað til þeir koma í sölu hérna heima svo ég sleppi nú við að borga sendingargjaldið og tollinn. Þeir mega þá bara koma sem allra fyrst svo ég geti handleikið þessar dásemdir! :D

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan er ekki kostuð

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
Janúar uppáhöld
Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar! L'Oréal Colorista Silver Shamopoo - Besta fjólubláa sjampó s...
Á augnhárunum mínum
Ég er með sérstakar kröfur þegar kemur að maskörum og þess vegna tek ég mér alltaf ágætis tíma til að prófa nýja maskara þegar þeir...
powered by RelatedPosts