Nýir sheet maskar frá Origins!

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Vá hvað ég varð spennt þegar ég fékk þessa maska í hendurnar! Það er svo dásamlegt að dekra við húðina með góðum maska og það er eitthvað við sheet maska eða tau maska sem gerir ferlið ennþá skemmtilegra. Origins hefur fljótlega orðið eitt af uppáhalds húðvörumerki mínu en ég á margar vörur frá þeim og nota þær allar í gríð og erg. Hjá Origins er mikil áhersla lögð á góð og náttúruleg hráefni sem mér finnst einstaklega heillandi og vörurnar þeirra hafa alltaf komið vel fram við húðina mína sem er virkilega viðkvæm og „pikkí“.

Flower Fusion sheet maskar hjá Origins eru nýir á nálinni en þeir komu í verslanir fyrir einhverjum tveimur vikum síðan. Eins og við mátti búast seldust maskarnir upp um leið enda á mjög þægilegu verði eða á bilinu 800-1000 krónur stykkið eftir sölustöðum. Maskarnir eru sex talsins og eiga allir að næra, mýkja og fylla húðina af raka við notkun. Þetta gera þeir með mismunandi tegundum af blómavaxi og ilmolíum en ilmolíurna fríska svolítið upp á vitin í leiðinni. Maskarnir henta öllum húðgerðum en tauið sem þeir eru gerðir úr er úr 100% bambustrefjum. Mig langaði að sýna ykkur betur hvern og einn maska fyrir sig svo þið getið áttað ykkur aðeins betur á úrvalinu og fundið þann sem ykkur líst best á.

Fyrstur er það Rose maskinn en hann er ætlaður til að gefa húðinni gott rakabúst. Maskinn byggir á rósum og ilmar því af þeim svo ef þið elskið rósir og húðinni ykkar vantar raka þá mæli ég með þessum.

Næstur er Raspberry en hann á að fríska upp á húðina. Ef að þið þjáist af þreyttri húð sem vantar aukið orkubúst þá ættuð þið að kíkja á þennan en hindberjailmurinn af honum á einnig að vera alveg einstaklega frískandi.

Orange Flower maskinn á að fá húðinni til að geisla en hann hjálpar henni að endurheimta og viðhalda ljóma. Appelsínuilmurinn af þessum minnir á ilminn af Ginzing línunni frá Origins en hún hefur lengi verið þekkt sem einstaklega frískandi.

Jasmine sheet maskinn mýkir húðina og er tilvalinn fyrir þá sem vilja aðeins vinna á móti grófri áferð húðarinnar. Maskinn ilmar svo að sjálfsögðu af Jasmine blómum.

Violet maskann prófaði ég einmitt í gær en hann er alveg dásamlegur! Hann ilmar af sætri violet lykt og hjálpar til við að næra húðina og veita henni fyllingu. Dásamlegur.

Síðast en ekki síst er það Lavender maskinn en hann sér um að róa húðina. Þessi er tilvalin til að nota fyrir eða á einhverjum stressandi degi þar sem að formúla maskans og Lavender ilmurinn bæði róa húðina og vitin.

Ég trúi nú ekki öðru en að flestir mínir lesendur viti hvernig sheet maskar líta út yfirhöfuð en mig langaði nú samt að leyfa þessari mynd að fylgja með færslunni fyrir þá sem vita það ekki ;) Hér er ég með Violet maskann á mér en eins og þið sjáið er hann stútfullur af formúlu. Maskinn er látinn sitja á hreinni húð í 10 mínútur en á meðan maskinn er að vinna mæli ég með því að þið leggist niður í rólegheitunum, lokið augunum og njótið dásamlegu ilmolíanna frá maskanum. Það eru til margir leiðinlegri hlutir en það skal ég segja ykkur!

Allir maskarnir eru vel blautir þegar þeir koma upp úr pokanum svo nýtið endilega allan vökvan sem er í honum og nuddið vökvanum vel inn í húðina eftir að sheet maskinn er tekinn af. 

Ég ætla svo að taka annað sheet maska dekur í kvöld og mig grunar að Jasmine maskinn verður fyrir valinu. Hvaða maska líst ykkur best á?

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Three Part Harmony frá Origins
Ég spurði á Instagram hvort þið mynduð vilja sjá umsögn af nýjustu vörunum úr Three Part Harmony línunni frá Origins og það kom mér á óvart hve...
Sílikonspaði fyrir maska
Ég var í Normal hérna úti í Danmörku um daginn - eigum við eitthvað að ræða það hvað ég elska þessa búð! Á rölti mínu um búðina kom ég auga á "...
Elsku Sonic!
Þegar ég sá að Glamglow var að gefa út Sonic maska gat ég ekki annað en nælt mér í eintak! Innri Dreamcast nördinn í mér fékk að ráða ferðinn...
powered by RelatedPosts