Ný lituð varaolía frá RIMMEL: Allir litirnir

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

IMG_4011

Halló föstudagur! Mikið rosalega er ég glöð að sjá þig :) Föstudagsfærslan að þessu sinni verður tileinkuð þessum gullfallegu nýju varaolíum frá RIMMEL. Varaolíur voru á tímabili það allra heitasta hjá dýrari merkjum og því gaman að sjá að aðeins viðráðanlegri merki eru farin að taka vinsældir varaolíanna til sín og koma með sínar eigin. Þessar varaolíur frá RIMMEL bera heitið Oh My Gloss! Oil Tint og eru fullkomnar fyrir vorið sem er svona aðeins farið að láta sjá sig af og til þegar því hentar ;)

IMG_4013

Vörurnar innihalda allar 4 tegundir af olíu sem eiga að næra varirnar en þær eru argan olía, kókosolía, granatepla olia og Abyssinian olía. Ég er búin að fikta aðeins með þær og þær eru rosalega skemmtilegar satt best að segja. Þær næra varirnar vel og endast svona svipað lengi á þeim og gloss gerir en þær skilja eftir sig smá svona lit (stain) á vörunum. Ég myndi segja að glansinn á þeim endist í svona tvo tíma en eftir það situr liturinn á vörunum í lengri tíma og eyðist jafnt og þétt yfir daginn svo að varirnar verða aldrei blettóttar þegar að liturinn fer að eyðast. Litirnir í línunni eru 6 talsins og þið getið séð hvern og einn lit fyrir sig á myndunum hér fyrir neðan :) 

IMG_4014

100 – Smart Pink

IMG_4015

200 – Master Pink

IMG_4016

600 – Orange Mode

IMG_4017

400 – Contemporary Coral

IMG_4018

300 – Modern Pink

IMG_4019

500 – Pop Poppy

IMG_4012

Ég held að Orange Mode, Pop Poppy og Smart Pink séu uppáhalds litirnir mínir en ég er líka pínu skotin í Contemporary Coral. Þetta er virkilega skemmtileg vara sem gaman er að setja á sig í staðin fyrir varasalva yfir daginn því hún tekur hversdagslegu förðunina manns svolítið yfir á hærra stig. Mæli með að þið kíkið á þessar og testið þær hjá næsta RIMMEL standi yfir helgina og sjáið hvernig ykkur líst á þær :)

Eigið góða helgi kæru lesendur!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Janúar uppáhöld
Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar! L'Oréal Colorista Silver Shamopoo - Besta fjólubláa sjampó s...
Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
Hátíðarlúkk #4 (Too Faced)
Jæja þá er ég mætt aftur eftir stutt jólafrí og langar að halda áfram með hátíðarsýnikennslurnar mínar. Ég vona að þið hafið haft það sem allra...
powered by RelatedPosts