Ný leið til að þrífa förðunarbursta

Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

_MG_2796-2

Jæja þessi færsla átti nú að birtast hjá mér í gær en ég tók mér það bessaleyfi að vera í páskafrísleti einn dag í viðbót. Reyndar fór dagurinn ekki í algjört leti þar sem bíllinn var tekinn í alþrif fyrir vorið og því var ég alveg einstaklega glöð þegar ég vaknaði í morgun og sá allan snjóinn… :( En talandi um þrif þá langaði mig að skrifa aðeins um þrif á förðunarburstum. 

Eins og þið kannski vitið nú þegar þá er gríðarlega mikilvægt að þrífa burstana sína reglulega þar sem þeir eru kjörin staður fyrir bakteríuvöxt og annan óþverra sé ekki vel hugsað um þá. Þumalputtaregla hjá mér þegar kemur að þrifum á förðunarburstum er þessi:

[blockquote author=““ pull=“normal“] Um leið og burstinn hættir að bera á förðunarvöru eins og hann gerði þegar hann var splunkunýr, þá er kominn tími á þrif.[/blockquote]

Þetta gerist oftast hjá mér á svona tveggja til þriggja vikna fresti en þið verðið eiginlega að finna þetta svolítið sjálf því þetta fer að sjálfsögðu eftir því hversu mikið þið notið burstann og í hvaða vöru þið notið hann. Sem dæmi þá þríf ég augnskuggaburstana mína eftir nánast hverja einustu notkun ef ég hef verið að nota þá í sterka liti svo að liturinn sitji ekki í þeim of lengi. Þegar kemur að því að þrífa förðunarsvampa þá er góð regla að þrífa þá einu sinni í viku því þeir geta verið algjör gróðrarstía fyrir bakteríur.

_MG_2822-2

Eins og ég hef nefnt oft áður hér á síðunni minni þá finnst mér alveg ótrúlega leiðinlegt að þrífa burstana mína sem veldur því að ég geri það kannski ekki jafn oft og ég ætti. Hinsvegar er verkið orðið aðeins auðveldara, fljótlegra og ég ætla að hætta mér út í það að segja skemmtilegra með tilkomu þessarar elsku í rútínuna. Hér á myndunum sjáið þið nýja burstahreinsibakkann frá Real Tecniques sem var að koma í búðir. Ég verð eiginlega að hrósa Real Techniques hér á landi því þeir hafa verið rosalega snöggir undanfarið að koma með nýjungar í sölu hér heima en þessi bakki er tiltölulega nýkomin á markað erlendis. Það er alltaf munur að þurfa ekki að bíða lengi eftir nýjungum sem maður er að deyja úr spenningi yfir :)

_MG_2801-2

Burstahreinsibakkinn er í grunninn gerður til þess að auðvelda þrif á förðunarburstum og til að ná öllum óhreinindum úr burstanum svo að þeir verði eins og nýjir. Bakkinn er gerður úr silikóni svo hann er ekki grjótharður eins og ég hélt að hann væri áður en opnaði kassann og kom við bakkann. Þetta kom mér skemmtilega á óvart enda töluvert þægilegra að halda á mjúkum bakka.

_MG_2844-2

Það að bakkinn sé ekki harður fær hann til að passa vel í hendina en aftan á honum er band sem þú smeygir hendinni undir til að ná föstu gripi á bakkanum. Eitt sem ég tók sérstaklega eftir við notkunina á bakkanum er magnið af sápu sem ég nota til að hreinsa burstana mína. Með því að nota bakkann þurfti ég svo miklu minna magn en vanalega svo ég veit að mottan mun koma til með að spara mér töluverðan pening auk tímans sem hún sparar mér við þrifin.

_MG_2837-2

Hreinsibakkinn hefur þrjár tegundir af munstri á botninum sem hvert og eitt á að hjálpa til við að nudda öll óhreinindi burt úr burstunum þínum. Ég nota oftast miðjumunstrið til að hreinsa mína bursta því mér finnst það virka best fyrir allar tegundir af burstum og hreinsar þá fyrr en hin munstrin. Hinsvegar nota ég líka mikið litlu kúlurnar til að þrífa litlu augnskuggaburstana mína. Það eina sem ég get í rauninni sett út á bakkann ef svo má að orði komast er að ég vildi að munstrin væru örlítið harðari en bakkinn svo það væri enn auðveldara að ná meiki úr burstunum. Það er allt og sumt :)

_MG_2787-2

Þetta er í stuttu máli sagt æðisleg vara sem ég tek svo sannarlega fagnandi inn í burstahreinsirútínuna mína. Ef ykkur finnst jafn leiðinlegt að þrífa bursta og mér finnst það og ykkur vantar eitthvað til að auðvelda ykkur verkið þá skuluð þið klárlega kíkja á þessa því grunnurinn að fallegri förðun er svo sannarlega vel hirt húð og hreinir burstar! ❤️

P.S. Þessi er líka góður til að þrífa litla málningarpensla ef þið eruð meira í því að mála myndir en andlit. Passið samt að nota hana bara fyrir annað hvort :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Maskari sem þolir ýmislegt!
Það er löngu komið að þessari færslu hjá mér þar sem þessi maskari og maskaragrunnur er búinn að vera í stanslausri notkun hjá mér í nánast all...
Húðhreinsunin mín í nýju landi + Nýi svampurinn frá RT
Fyrir ykkur sem hafið ekki komið til Danmerkur áður þá er rakinn hérna alveg svakalegur. Mér fannst eins og ég hafi labbað á vegg þegar ég ko...
Fullkomnar varir með RT!
Þá er komið að seinna Real Techniques settinu sem ég ætlaði að segja ykkur frá en í þessari færslu ætlum við að skoða vel Prep & Col...
powered by RelatedPosts