4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Neglur vikunnar #9

Naglalakkið fékk ég að gjöf

Loksins kom blíðviðrisdagur! Ég geri mér nú samt fyllilega grein fyrir því að ég bý á Íslandi og sólin gæti farið eftir 10 mínútur en ég ætla nú samt að reyna að njóta hennar meðan ég get! Síðustu dagar hjá mér hafa vægast sagt verið crazy og ég er meira og minna búin að sofa allan gærdaginn en núna fer loksins að róast aðeins hjá mér… allavega í nokkrar vikur en ég segi ykkur betur frá því síðar :) Í dag langar mig hinsvegar að sýna ykkur gullfallegt og sumarlegt lakk frá Sally Hansen sem ég eignaðist um daginn.

Liturinn á lakkinu er 546 Get Juiced og hann minnir helst á bleikan kórallit en lakkið sjálft er alveg háglansandi. Ég trúði því varla þegar ég naglalakkaði mig hversu glansandi það var því að lakkið segist vera gel-shine ásamt mörgu en oft er það ekki raunin þegar kemur að prófunum hjá mér en það var svo sannarlega ekki raunin með þetta lakk. Þið sjáið til dæmis vel á nöglunum mínum á þessari mynd hversu glansandi lakkið er – ég speglast næstum því í því!

Æðislegt lakk frá Sally Hansen og sæmir sér vel sem neglur vikunnar að þessu sinni. Annars vona ég bara að þið eigið yndislegan dag elsu lesendur. Komandi vika mun vera stútfull af spennandi snyrtivörunýjungum hér á síðunni hjá mér svo fylgist með! ;)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Naglalakkið fékk ég að gjöf

2 Comments

 1. Avatar
  Steinunn Steinars
  03/07/2017 / 10:40

  Komdu sæl. Getur þú sagt mér hvar ég get fengið þessi naglalökk? Ég held mikið upp á H.H, en er búin að fara í apótekin og það varla að þar séu lökk fra þeim. Örfáir dökkir vetrarlitir, ef þau voru þá yfirleitt til. B.kv. Steinunn Steinars.

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   03/07/2017 / 10:45

   Alveg sjálfsagt :) Ég hef séð Sally Hansen til dæmis í Hagkaup og á Heimkaup.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
!Fyrir alla nude-ara!
Ég elska þessa línu! Ég varð bara að byrja færsluna á því, það var bara ekkert annað í stöðunni! Nude er minn litur alveg í gegn og þetta er ...
OPI x ICELAND!!!
Þá er ég komin aftur á skrið eftir stutt en mjög gott frí og það er sko heldur betur mikið búið að ske! Ég missti nánast andlitið þegar ég sá að ...
powered by RelatedPosts