1   44
2   45
14   46
7   44
0   48
5   80
0   33
0   43
3   47
4   65

Neglur vikunnar #8

Varan er í einkaeigu

_MG_5540

Það ættu nú flestir aðdáendur naglalakka að kannast við þetta lakk svona við fyrstu sýn en neglur vikunnar að þessu sinni skarta lakkinu Bikini So Teeny frá Essie. Liturinn er einn sá allra vinsælasti í heiminum og var lengi vel sá mest seldi. Hann kom fyrst á markað árið 2012 sem hluti af sumarlínu hjá Essie sem var einmitt nefnd eftir litnum sjálfum. Það er því greinilegt að merkið bjóst við vinsældum litarins fyrst þeir nefndu sumarlínuna eftir honum :) Liturinn varð í raun svo vinsæll að hann kom í fasta sölu og fæst nú alltaf hjá merkinu.

_MG_5575

Liturinn sjálfur er ótrúlega fallegur en honum er lýst sem Garðkornablóma-bláum með sindrandi ljóma. Þetta er voðalega djúp lýsing en ég myndi lýsa honum sem ljósbláum með smá glimmer glansi. Hugmyndin á bakvið litinn (ef ég man rétt) er sú að þegar þú horfir á hann undir sólarljósi þá á liturinn að hafa sömu áhrif og þegar þú  horfir á hafið undir sólarljósi. Litlu glimmeragnirnar glampa því undir ljósinu og eiga að líkja eftir glampanum á hafinu. Ef þið rýnið vel í myndina hér fyrir ofan getið þið séð örfínu glimmeragnirnar í litnum.

_MG_5577

Þegar liturinn er kominn á neglurnar sjást glimmeragnirnar lítið sem ekki neitt nema undir ákveðinni birtu sem gerir naglalakkið svolítið skemmtilegt að mínu mati. Annar litur frá Essie sem hefur þessa sömu eiginleika er Sunday Funday sem ég hef áður fjallað um hér á síðunni. Ég þarf aðeins eina umferð af Bikini So Teeny til að þekja nöglina en þá passa ég mig alltaf að vera ekki með of lítið af lakki í burstanum við hverja stroku. Liturinn þekur því vel sem er eitt af aðalatriðunum í mínum bókum en hann endist einnig vel á nöglum mínum eins og öll Essie lökkin gera.

Ég tók þá ákvörðun um daginn að byrja að safna Essie lökkum því það eru eiginlega einu lökkin sem ég á (fyrir utan kannski Sally Hansen) sem endast í allt að tvær vikur á nöglunum mínum. Þið megið því búast við fleiri Essie nöglum vikunnar hér á síðunni þó ég muni að sjálfsögðu reyna stokka upp í því og hafa efnið eins fjölbreytt og ég get! :)

Fylgja:
Share:
Varan er í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Bollur fylltar með vanillubúðing
Ef þið vissuð það ekki nú þegar þá er systir mín algjör snillingur þegar kemur að bakstri. Nú þegar bolludagurinn nálgast er þá ekki tilvalið a...
Siracha Pulled kjúklinga samlokur
Ég elska sterkan mat! Ég vil helst hafa hann það sterkan að hann fær munninn minn til að loga. Það skemmtilegasta til dæmis við að borða sushi fy...
Royal Copenhagen Outlet
Nú grunar mig að margir Royal Copenhagen aðdáendur hoppi hæð sína þegar þeir lesa titilinn á þessari grein. Einn kostur við að búa í Kaupmannahöf...
powered by RelatedPosts