Neglur vikunnar #7

Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

IMG_2567

Jahá það er sko ekkert djók hvað það er langt síðan ég skrifað „Neglur vikunnar“ færslu svo mér datt í hug að skella í eina svoleiðis í dag!

Neglur vikunar að þessu sinni eru lakkaðar með lakkinu Petal Pushers frá Essie. Svo skemmtilega vill til að þetta er litur mánaðarins hjá Essie á Íslandi og ég fékk auka eintak af þessum til að gefa einum heppnum lesenda í afmælisleik Belle.is sem er í fullu fjöri HÉR. Ertu ekki annars örugglega búin/n að taka þátt í honum? ;)

IMG_2576-2

Lakkið hefur fullkominn svona milli vetrar og vorslit sem er tilvalinn til að skella á neglurnar áður en að vorið gengur í garð og við förum að nota bjartari liti. Ef ég ætti að lýsa litnum þá myndi ég lýsa honum sem grátóna lavender lit sem er í dekkri kantinum.

IMG_2592-2

Lakkið þekur ágætlega en ég þurfti tvær umferðir af litnum til að ná fullri þekju. Það væri hægt að sleppa með eina umferð en mér fannst fallegra að hafa tvær. Essie lökkin duga alltaf vel og lengi á mínum nöglum en það getur að sjálfsögðu verið allur gangur á því hjá mismunandi fólki því öll erum við jú með mismunandi neglur :)

Að lokum langaði mig að hvetja ykkur til að þátt í afmælisgjafaleiknum með því að smella á myndina hér fyrir neðan og fylla út formið neðst til að geta fengið tækifæri á því að vinna þennan fallega lit ásamt fleiri glæsilegum vörum ❤️

risa_afmælisleikur

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
!Fyrir alla nude-ara!
Ég elska þessa línu! Ég varð bara að byrja færsluna á því, það var bara ekkert annað í stöðunni! Nude er minn litur alveg í gegn og þetta er ...
OPI x ICELAND!!!
Þá er ég komin aftur á skrið eftir stutt en mjög gott frí og það er sko heldur betur mikið búið að ske! Ég missti nánast andlitið þegar ég sá að ...
powered by RelatedPosts