4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Neglur vikunnar #6: Gel og glimmer

Vörurnar eru í einkaeigu

1-6-of-71Neglur vikunnar að þessu sinni koma frá Sally Hansen og eru að mínu mati ótrúlega girnilegar… ef að neglur geta verið girnilegar það er að segja! Ég hef áður talað um Sally Hansen Miracle Gel lökkin (sjá HÉR) svo ég ætla ekki að vera að endurtaka mig mikið. Ef þið viljið vita meira um tegundina þá skuluð þið endilega lesa færsluna um þau :)

1-1-of-7

Ég verð samt að segja að þetta fjólubláa naglalakk sem er í litnum 230 All Chalked Up er það litsterkasta af gel naglalökkunum frá Sally Hansen sem ég hef prófað. Ein umferð af þessum lit hefði alveg dugað en eins og alltaf setti ég tvær.

Glimmerlakkið setti ég á baugfingurinn minn til að „poppa“ aðeins upp á heildarlúkkið og er það í litnum 706 Glitter bomb. Lakkið inniheldur stórar flygsur af fjólubláu glimmeri ásamt örfínum gull og silfur glimmerögnum. Virkilega fallegt og hentar vel til að setja á eina nögl. Það er rosalega mikið glimmer í lakkinu svo ég persónulega myndi ekki setja það á alllar neglurnar því það er alltaf svo mikið bölvað vesen að taka glimmerlökk af sér. Ég myndi bara ekki nenna að standa í því og þess vegna set ég það bara á eina nögl.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að þessu sinni, þessi færsla er meiri innblástur en umsögn :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar eru í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
!Fyrir alla nude-ara!
Ég elska þessa línu! Ég varð bara að byrja færsluna á því, það var bara ekkert annað í stöðunni! Nude er minn litur alveg í gegn og þetta er ...
OPI x ICELAND!!!
Þá er ég komin aftur á skrið eftir stutt en mjög gott frí og það er sko heldur betur mikið búið að ske! Ég missti nánast andlitið þegar ég sá að ...
powered by RelatedPosts