Neglur vikunnar #5

Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

SUNDAY_FUNDAY

Eins og ég skrifaði í byrjun vikunnar þá ætlaði ég að sýna ykkur Essie litinn sem ég setti á mig eftir handadekrið. Miðað við hvað ég er naglalakkaóð þá verð ég að viðurkenna að ég hef alltaf bara skoðað Essie lökkin þegar ég fer til útlanda. Ég hef sem sagt aldrei átt Essie lit né prófað lökkin frá þeim svo ég var virkilega spennt þegar ég fékk loksins tækifæri til að prófa!

1-43

Liturinn sem ég setti á neglurnar kallast Sunday Funday og er ótrúlega fallegur bleikur-kórallitur. Ef þið rýnið í myndina hér fyrir ofan þá sjáið þið að hann inniheldur örfínar glimmeragnir sem sjást eiginlega bara þegar að sólin skín á lakkið. Þetta er, að ég held, alveg eins og Bikini So Teeny (vinsælasti liturinn frá Essie) nema bara kórallitaður en ekki blár.

1-52

Eins og þið eflaust eruð búin að taka eftir er búið að vera mikið af umfjöllunum um Essie síðan að merkið kom til landsins og allir að segja hvað þetta séu bestu naglalökk sem til eru og ég veit ekki hvað og hvað. Væntingar mínar voru því upp úr öllu valdi! Ég veit ekki alveg við hverju ég bjóst þegar ég setti fyrstu umferðina á mig en mér fannst líklegt að allt í kringum mig myndi lýsast upp og ég myndi heyra hljóð frá himnum um leið og fyrsta strokan snerti nöglina (djók). Síðan setti ég naglalakkið á mig og það eina sem ég hugsaði var „Vá… þetta er bara naglalakk“.

213

Ég skildi ekki alveg hvaða „hæp“ var í kringum þetta alltsaman því mér fannst þetta bara vera ósköp venjulegt naglalakk. Það var ekki fyrr en ég áttað mig á því í gær að það var einungis farið að flagna af alveg efst uppi á aðeins þremur nöglum og ég naglalakkaði mig á föstudaginn fyrir viku! Ég veit ekki með ykkur en fyrir mér er það virkilega góð ending, sérstaklega þegar við erum bara að tala um pínu ponsu lítið flagn. Mér finnst líka eins og naglalakkið sé pínu gúmmíkennt þegar að það þornar… ef að einhver skilur þá lýsingu. Lakkið brotnar því ekki beint upp heldur lyftist það einhvernveginn af. Maður getur sem sagt plokkað það af í sturtu ef að einhver skilur það betur. Slæm lýsing kannski en það er frekar erfitt að koma þessu í orð ;)

1-61Til að draga þetta allt saman þá verð ég eiginlega að vera sammála öllum þeim sem hafa dásamað Essie lökkin. Þetta var þá ekki bara „hæp“ þau eru í rauninni mjög góð. Ég kíkti líka á rekkann á Tax Free dögum um daginn og litaúrvalið er svo sannarlega engu líkt. Ef þú ímyndar þér einhvern lit þá held ég að það séu svona 90% líkur á því að Essie sé með hann. Bara frábært! :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
!Fyrir alla nude-ara!
Ég elska þessa línu! Ég varð bara að byrja færsluna á því, það var bara ekkert annað í stöðunni! Nude er minn litur alveg í gegn og þetta er ...
OPI x ICELAND!!!
Þá er ég komin aftur á skrið eftir stutt en mjög gott frí og það er sko heldur betur mikið búið að ske! Ég missti nánast andlitið þegar ég sá að ...
powered by RelatedPosts