Neglur vikunnar #3

Varan er í einkaeigu

1-5-of-55

Góðan dag og gleðilega páska! Vonandi eruð þið búin að borða yfir ykkur af páskaeggi og eruð orðin vel sykursæt fyrir neglur vikunnar! Ég held að það sé páskunum að kenna að ég er með vorið á heilanum þessa dagana. Líklega eru flestir sammála mér um það að loftið megi nú aðeins fara að hlýna á þessu landi okkar. Þó svo að það sé ennþá frekar kallt úti þá er vorið komið á neglurnar mínar og nú verður sko ekki aftur snúið! Í byrjun vikunnar sýndi ég ykkur lista af nokkrum fullkomnum vorlökkum og fékk þetta ekki að vera með því mig langaði sérstaklega að sýna ykkur það í nöglum vikunnar :)

Neglur vikunnar koma frá uppáhalds Sally Hansen og er úr línuni Xtreme wear. Liturinn er númer 340 og kallast Mint Sorbet. Ef þið eruð að leita ykkur að fullkomnum mintugrænum pastel lit þá getið þið fundið hann í þessu lakki! Lakkið er byggt á hvítum grunni svo að liturinn er mjög þéttur og þurfti ég bara tvær umferðir til að fá þennan lit sem þið sjáið á nöglunum hér. Ég hefði þó getað sloppið með eina en ég set samt alltaf tvær umferðir þegar ég naglalakka mig það er einhver regla eða ávani hjá mér.

1-2-of-53

Ég keypti mér þennan lit í Target en ég er nokkuð viss um að hann sé hluti af litaúrvalinu hjá Sally Hansen hérna heima þó svo að ég þori ekki alveg að fara með það. Liturinn er ofboðslega fallegur en þar sem lakkið mitt er orðið svolítið gamallt þar sem ég keypti það í ágúst 2013 þá var það fljótt að brotna upp af nöglunum (svona eftir 1 til 2 daga). Þegar lakkið var nýtt þá dugði það samt endalaust og ég endaði bara með því að taka það af mér til að skipta um lit þó svo að það sást lítið sem ekkert á því. Ég kenni því elli lakksins míns um stuttan endingartíma núna. Það er eitt trikk sem ég nota alltaf til að getað notað gömlu lökkin mín áfram því þau eru alls ekki ónýt þó þau séu orðin aðeins þykk. Kannski ég segi ykkur bara frá því í sér færslu síðar ;)

 

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Varan er í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
!Fyrir alla nude-ara!
Ég elska þessa línu! Ég varð bara að byrja færsluna á því, það var bara ekkert annað í stöðunni! Nude er minn litur alveg í gegn og þetta er ...
OPI x ICELAND!!!
Þá er ég komin aftur á skrið eftir stutt en mjög gott frí og það er sko heldur betur mikið búið að ske! Ég missti nánast andlitið þegar ég sá að ...
powered by RelatedPosts