Neglur vikunnar #2

Varan er í einkaeigu

1-2-of-51Neglur vikunnar að þessu sinni koma frá Body Shop er það lakkið í litnum Almond Kiss. Naglalökkin frá Body Shop eru frekar ódýr svo ég var mjög forvitin að sjá hvort að verðið segir eitthvað til um gæðin.

1-5-of-52

Lakkið er verulega fallegt á litinn og fullkomið fyrir vorið þar sem að hlutlaus nude naglalökk hafa verið virkilega vinsæl upp á síðkastið. Liturinn er þéttari en ég bjóst við því oft þegar naglalökk eru svona húðlituð þá þarf billjón (ókei kannski ekki alveg) umferðir af naglalakkinu til að fá einhvern lit. Hér er ég bara með tvær umferðir og það dugði alveg til að hylja nöglina.

1-1-of-51

Ég klúðraði vísifingrinum mínum, rak nöglina í þegar lakkið var ennþá blautt og það kom ljót dæld á miðja nöglina. Ég reddaði því bara með því að taka gyllt glimmer naglalakk og naglalakkaði helminginn af nöglinni minni með því. Þetta huldi klúðrið mitt og kemur bara nokkuð skemmtilega út. „Poppar“ aðeins upp á þetta svona!

1-3-of-52

Naglalakkið endist betur en ég bjóst við, alveg töluvert betur meira að segja. Fyrsta daginn þegar ég setti það á mig þurfti það að þola mikið hnjask og það sást nánast ekkert á því eftir daginn. Ég setti lakkið á mig á mánudaginn seinasta og það er ennþá í góðu standi, eitthvað farið að flagna efst á nöglinni en ekki þannig að það sjáist og ég þurfi að taka það af. Þegar horft er á verðið á lakkinu og endinguna þá kom þetta mér skemmtilega óvart.

Vonandi eigið þið góða helgi öllsömul. Ég ætla nýta mína til að læra, fara í fermingu og undirbúa gjafaleik sem fer af stað í næstu viku, fylgist með því ;)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Varan er í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
!Fyrir alla nude-ara!
Ég elska þessa línu! Ég varð bara að byrja færsluna á því, það var bara ekkert annað í stöðunni! Nude er minn litur alveg í gegn og þetta er ...
OPI x ICELAND!!!
Þá er ég komin aftur á skrið eftir stutt en mjög gott frí og það er sko heldur betur mikið búið að ske! Ég missti nánast andlitið þegar ég sá að ...
powered by RelatedPosts