Neglur vikunnar #1

Varan er í einkaeigu

 

1_neglur_vikunnar

Þá er komið að fyrstu Neglur vikunnar færslunni! Mig langaði (þar sem ég er gjörsamlega naglalakkaóð) að reyna að sýna hér á síðunni eitt nýtt naglalakk í hverri viku eða allavega fleira en eitt nýtt naglalakk í hverjum mánuði, sjáum hversu dugleg ég verð ;)

Hafið samt endilega í huga að þegar ég segi nýtt þá meina ég samt ekki endilega nýkomið í verslanir því mikið af þessum lökkum sem ég mun sýna er ég búin að eiga í einhvern tíma og eru í miklu uppáhaldi hjá mér, eins og einmitt þetta hérna!

1_6_neglur_vikunnar

Naglalakk vikunnar kemur frá Clinique og er í litnum Indie Rock. Þetta er virkilega einstakur litur og trúið mér þegar ég segi að ég hef átt mörg naglalökk í gegnum tíðina en ekkert þeirra líkist þessu hérna.

1_4_neglur_vikunnar

Lakkið er svona fjólubrúnnt og er mjög sanserað eins og þið sjáið á myndinni hér fyrir ofan. Það að lakkiði er sanserað gerir það mjög sérstakt því það er ekki oft sem maður finnur dökk sanseruð naglalökk.

1_2_neglur_vikunnar

Ég hef bara prófað lakkið með því að setja undirlakk á neglurnar fyrst og get því bara sagt um endinguna á lakkinu með tilliti til þess en ef undirlakk er notað þá endist það alveg ótrúlega vel. Ég var til dæmis með það á mér í alveg heila viku um jólin án þess að það brotnaði eða skaddaðist og þá er sko mikið sagt! Ég fór í Hagkaup um daginn og athugaði hvað lakkið kostar í dag og er það á 2999 krónur. Ég veit ekki hvað það kostar á öðrum sölustöðum Clinique en mér datt bara í hug að kíkja á verðið fyrst ég var í Hagkaup svo þið gætuð haft einhverja hugmynd um það :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Varan er í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
!Fyrir alla nude-ara!
Ég elska þessa línu! Ég varð bara að byrja færsluna á því, það var bara ekkert annað í stöðunni! Nude er minn litur alveg í gegn og þetta er ...
OPI x ICELAND!!!
Þá er ég komin aftur á skrið eftir stutt en mjög gott frí og það er sko heldur betur mikið búið að ske! Ég missti nánast andlitið þegar ég sá að ...
powered by RelatedPosts