Mitt RIMMEL Live the London Look: Myndband

Færslan er gerð í samstarfi við RIMMEL

Enlight1

Góða helgi elsku lesendur! Vonandi hefur helgin ykkar verið æðisleg hingað til en mín hefur einkennst af miklu fjöri en ég mun að öllum líkindum deila nokkrum myndum frá helginni minni með ykkur hér inni á morgun eða hinn. Í dag langar mig hinsvegar að sýna ykkur mitt Live the London look sem ég gerði fyrir RIMMEl á Íslandi en ég er einmitt eitt af andlitunum sem þið munuð sjá í þeirri herferð. 

Enlight1

Í grunninn snýst herferðin um að maður getur alltaf verið sá sem maður vill vera. Það er ekkert eitt London look heldur er London look-ið nákvæmlega það sem þú vilt að það sé. Herferðin fagnar fjölbreytileikanum og mikilvægi þess að geta tjáð sig eins og maður vill og mér finnst lítið annað vera jafn mikið við hæfi eins og þetta þegar kemur að makeup-i. Það eru engar reglur í förðun sem er nauðsynlegt að fylgja, maður gerir bara nákvæmlega það sem maður vill gera.

Enlight1

Fyrir herferðina gerði ég mitt eigið London look og hér á þessum myndum getið þið séð það. Mig langaði að gera eitthvað létt og vorlegt lúkk en poppa pínu upp á það með bleikum og bláum tónum. Bláir augnskuggar eru að koma rosalega sterkir inn þetta vorið og því fannst mér vel við hæfi að nota einn gullfallegan baby bláan augnskugga frá RIMMEL fyrir þetta look. Ég tók síðan upp lítið myndband um hvernig ég náði þessu lúkki sem þið getið séð hér fyrir neðan. Þið getið svo að sjálfsögðu skapað ykkar eigið lúkk og hvet ég ykkur eindregið til þess! Ef þið gerið ykkar eigið London Look þá skuluð þið endilega birta mynd af því á Instagram með þessari LL pósu og með myllumerkinu #LivetheLondonlook þar sem þið taggið @RimmelIceland og @ykkarsíðu. RIMMEL á Íslandi mun síðan draga úr öllum myndunum og í vinning er veglegur gjafapoki með vörum frá RIMMEL!

Hér getið þið svo séð myndbandið sem ég gerði um hvernig ég náði mínu London lúkki :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan er gerð í samstarfi við RIMMEL

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
powered by RelatedPosts