Mini ColourPop haul!

_mg_9932

Ég er svakalega veik fyrir ColourPop snyrtivörum, ég skal alveg viðurkenna það! Þegar að Heiðrún fór til USA síðasta sumar fékk ég að panta mér nokkrar vörur sem hún kippti með sér heim. Já ég er búin að vera svona lengi að setja þessa færslu inn en ég ætlaði nú alltaf að sýna ykkur vörurnar svo ég ákvað að gera það loksins í dag! Þetta voru nú ekki stór kaup hjá mér í þetta skiptið miðað við önnur ColourPop kaup sem ég hef gert en ég var svona að reyna að halda aftur af mér svo ég keypti mér bara fjóra augnblýanta og einn fljótandi varalit… Ókei það er kannski ekkert lítið en samt :)

_mg_9938

ColourPop augnblýantarnir innihalda eina af minni uppáhalds augnblýantaformúlu en þeir eru alveg ómótstæðilega mjúkir, endast vel á vatnslínunni og eru ótrúlega litsterkir. Blýantarnir eru skrúfublýantar sem þýðir að varan sjálf er ekki umlukin við en viðurinn á það oft til að draga svolítinn í sig raka frá formúlum sem veldur því að augnblýanturinn þorni oft upp eða harðni. Þessir eru því lausir við allt það vesen og plús það þarf aldrei að ydda þá!

_mg_9968

Hér sjáið þið betur alla litina sem ég keypti en þeir eru frá vinstri til hægri: Prance, Cry Baby, Kicker og Dirty Talk . Ég er rosalega ánægð með þá alla nema Cry Baby sést voðalega lítið í vatnslínunni minni miðað við alla hina þar sem hann er svo ljós.

_mg_9975

Áður en ég kláraði pöntunina mína henti ég með í körfuna einum fljótandi Ultra Matte varalit í litnum Bumble. Ég gjörsamlega elska formúluna í þessari vöru en hún hentar mér einstaklega vel þar sem ég vil að fljótandi varalitirnir mínir verði alveg þurrir svo þeir smiti sem minnst út frá sér. Ef þið eruð samt með þurrar varir þá gæti verið að þessir henti ykkur ekki.

_mg_9988

Liturinn Bumble er samt tjúllaður! Vinstra megin er hann orðinn alveg þurr en hægra megin er hann ennþá blautur. Það er örlítill litamunur á varalitnum þegar hann er í mismunandi ástandi en hann virkar örlítið dekkri þegar hann er þurr.

_mg_9934

ColourPop eru að bjóða upp á fría sendingu til Íslands í takmarkaðan tíma ef verslað er fyrir 50 dollara eða meira fyrir þá sem girnast eitthvað frá þeim þá og geta nýtt sér þær upplýsingar ;)

Eigið góða helgi!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Hvernig þú getur náð auðveldum Ombré liner
Ég er ekki frá því að það sé smá sumarfílingur í þessari færslu... eins steikt og það kann að hljóma í frostinu hérna í DK og óveðrinu heima á ...
Förðun með Max Factor
Fyrir viku síðan fór ég á relaunch hjá Max Factor eins og ég sagði ykkur frá hér á blogginu og fékk með mér nokkrar vörur heim í poka. Ég ákv...
OROBLU HAUL
Ég missti mig svolítið í Oroblu kaupum um daginn og langaði að sýna ykkur hvað ég keypti! Í körfunni leyndust tvær buxur og tveir hnésokkar s...
powered by RelatedPosts