Mineral kinnalitir

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

_MG_8699

Loksins er komið að þessari færslu! Mig hefur lengi langað til að sýna ykkur alla litina af Mineral kinnalitunum frá Lavera en hingað til hef ég bara átt einn af þeim sem ég hef notað það mikið að ég hef ekki viljað taka mynd af honum svona notuðum en núna get ég loksins sýnt ykkur þá alla!

Ég kynntist fyrst kinnalitunum frá Lavera fyrir aðeins meira en ári síðan en þá var það liturinn Charming Rose sem ég prófaði og féll algjörlega fyrir. Ég ætla að sýna ykkur alla litina hér fyrir neðan en fyrst langar mig að segja ykkur aðeins betur frá þeim :)

_MG_8706

Þar sem Lavera er náttúrulegt merki þá innihalda kinnalitirnir einungis efni sem teljast náttúruleg. Ásamt því að vera lausir við paraben eru kinnalitirnir lausir við talc sem er gott að hafa í huga ef þið eruð að reyna að forðast þau efni eða eruð viðkvæm fyrir þeim. Öll litarefnin í kinnalitunum koma frá náttúrulegum steinefnum sem gera kinnalitina að steinefna kinnalitum eða „mineral blushes“. Allir kinnalitirnir innihalda einnig smá ljóma sem gefur þreyttri húð virkilega fallegt og heilbrigt orkubúst en mér finnst persónulega alltaf svo fallegt að setja á mig kinnalit með smá glans frekar en alveg mattan þó ég geri það að sjálfsögðu líka.

Eigum við þá ekki bara að byrja á því að fara yfir hvern og einn lit?

_MG_8719

Fyrstur í röðinni er minn allra uppáhalds frá merkinu og einn af þeim kinnalitum sem eru í topp þrem hjá mér allt árið um kring en það er liturinn Charming Rose

Liturinn minnir mig einna helst á Coralista frá Benefit en þessi inniheldur þó meiri ferskjutón en Coralista gerir. Áferðin á þessum er ágætlega ljómandi sem gefur andlitinu virkilega fallegan bjarma en það er auðvelt að byggja kinnalitinn upp sem og að setja létt lag af honum. Ég get alveg lofað ykkur því að um leið og þið prófið þennan þá munuð þið verða jafn ástfangin af honum og ég því hann er æðislegur!

_MG_8749

Næst höfum við litinn Chasmere Brown sem er töluvert minna rauðtóna en hann virðist vera á þessum myndum. Þessi eins og Charming Rose hefur fallega ljómandi áferð.

Cashmere Brown er ótrúlega flottur brúnn kinnalitur sem ég var ekki alveg viss um hvernig ég gæti notað fyrst ég er með jafn ljósa húð og ég er með. Þrátt fyrir það er hann búinn að vera sá kinnalitur sem ég er búin að nota mest í júlí þar sem hann gefur andlitinu mikla hlýju sem og smá roða svo hann er eiginlega blanda af sólarpúðri og kinnalit saman í einum pakka. Þennan hef ég notað á þeim dögum þegar ég nenni ekki að setja á mig sólarpúður… sem er eiginlega alltaf á virkum dögum :)

_MG_8738

Næst höfum við litinn Pink Harmony. Þetta er eini liturinn sem er ekki jafn mjúkur í sér og allir hinir en þessi er aðeins stífari. Hann hefur heldur ekki jafn ljómandi áferð og hinir svo ef þið viljið ekki kinnalit með smá ljóma þá ætti þessi að henta ykkur.

Þessi litur er alveg heit bleikur eins og menn orða það á ensku en þar sem að þessi er aðeins stífari í sér en hinir þarf að blanda hann betur út á húðinni til að fá jafna áferð. Ekkert stórmál bara gott að vita af því :)

_MG_8725

Síðast en ekki síst er ég með litinn Plum Blossom. Að mínu mati er þetta hinn fullkomni haust-kinnalitur og ég hlakka mikið til að nota hann við þær haustfarðanirnar sem mig langar að sýna ykkur hér á blogginu… En klárum nú sumarið áður en ég fer út í það ;)

Smá útúrdúr: Ég ætlaði að lýsa þessum lit sem flottum haustlit með „mauve“ undirtón og þýddi það yfir á íslensku með orðabók og útkoman var ljóspurpurarauður… hver skilur það ekki betur en mauve? ;)

Þessi litur hefur allavega „mauve“ undirtón sem lætur mig halda að hann henti fullkomlega við haustfarðanir og dekkri varaliti en hann gefur andlitinu líka virkilega náttúrulegan lit og heilbrigðan bjarma.

LaveraSoFreshMineralRougePowder

Hér sjáið þið svo styrkleikaskalann fyrir kinnalitina en ég reyndi að taka þá saman undir einn hatt þó það sé að sjálfsögðu smá munur á litastyrkleika og öðru á hverjum og einum lit.

_MG_8701

Ég gjörsamlega elska þessa kinnaliti og formúluna þeirra en ef ég ætti að velja mér tvo uppáhalds þá yrðu það klárlega Charming Rose og Cashmere Brown! Hvet ykkur til að kíkja á þessa ef þið eruð að leita að flottum kinnalitum :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Draping: Hvað og hvernig?
Fyrst var það contouring næst var það strobing og núna erum við komin með draping! Það tekur ekki langan tíma fyrir förðunart...
Vorljómi með Bobbi minni
Ég er öll í ljómandi húð þessa dagana! Ég hugsa að það sé lengjandi dögum að kenna en eruð þið eitthvað að grínast með hvað það léttir á manni þe...
Prjónuð slaufa fyrir Bleiku slaufuna
Ef það er eitthvað málefni sem liggur mér næst þá er það Bleika slaufan. Í ár langaði mig að gera eitthvað öðruvísi en að fjárfesta einu...
powered by RelatedPosts