Maybelline Color Drama

Vörurnar eru í einkaeigu

Maybelline-Color-Drama_1

Síðastliðið haust komu í verslanir hér á landi mattir varalitir í blýantaformi frá Maybelline. Um er að ræða Color Drama varalitina sem þið sjáið á myndunum hér. Ég á fjóra liti úr línunni en alls eru í boði átta litir hér á þessu skeri okkar. Það að varalitirnir eru í blýantsformi og olli mér pínu áhyggjum fyrst þegar ég sá þá. Málið er nefnilega að oft þegar að förðunarvara er umlukin við eins og t.d. eyelinerar eða varablýantar, þá á formúlan það stundum til að þorna upp vegna þess að viðurinn hefur dregið í sig mikinn raka frá henni. Ég hef þó ekki fundið fyrir því vandamáli í þessum blýöntum (meira um það neðar) þó svo að ég hefði frekar verið til í að þeir væru bara skrúfanlegir eins og aðrir varalitir, þá þyrfti maður líka ekki að ydda þá :)

samples

Mig langaði að sýna ykkur hvern lit fyrir sig af þeim sem ég á og fjalla aðeins um hvern og einn.

Nude_perfection

Nude Perfection – Ég var rosalega spennt fyrir þessum lit þegar ég keypti hann. Allir nude varalitirnir sem ég á eru eiginlega of ljósir fyrir mig þannig að mér datt í hug að þessi gæti verið alveg fullkominn! Ég varð fyrir pínu vonbrigðum satt að segja. Þessi litur hentar engan veginn mínum húðlit og ég held að það sé vegna appelsínugula undirtónsins sem liggur í litum. Ekki misskilja mig samt því mér finnst þessi litur ennþá rosalega fallegur, hann bara hentar mér ekki. Ég gæti trúað að hann fari aðeins dekkri húðtónum betur.

keep_it_classy

Keep It Classy – Þennan elska ég! Hann er berjatónableikur og það getur oft reynst erfitt að finna berjatóna varalit sem er ekki of dökkur en þessum tekst það með eindæmum vel. Auðvelt er að bera litinn á varirnar, hann helst lengi á þeim hverju sinni og mér finnst þær alls ekki þorna upp við að nota hann. Ég er lengi búin að reyna að átta mig á því hvernig lykt er af öllum þessum varalitum en hún er svona frekar sterk og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að það sé einhverskonar berjalykt af þeim, allavega svona smá keimur. Annaðhvort það eða ég er bara með skrítið lyktarskyn… :)

minimalist

Minimalist – Þessi litur var sá fyrsti sem ég keypti mér og ég var svo hrifin af litnum að ég var handviss um að enginn af hinum myndi slá honum út! Það kom svo annað á daginn þegar ég prófaði hina. Það var ekki útaf því að ég fílaði hina litina betur heldur var það varaliturinn sjálfur. Ég komst að því að þessi Minimalist litur er eiginlega bara grjótharður og ég er nokkuð viss um að ég hafi keypt gallað eintak þar sem allir hinir litirnir eru ótrúlega mjúkir og auðvelt er að bera þá á varirnar. Þess vegna var ég frekar spæld yfir því að þessi væri svona þurr og harður. Þið sem eigið þennan lit er ykkar líka svona? Vonandi er þetta bara gallað eintak sem ég keypti því að liturinn er æðislegur. Hann er ljósbleikur með sanserandi ögnum sem gefa litnum smá hreyfingu þó svo að hann sé mattur. Þetta er líka eini liturinn af þeim sem ég hef prófað sem er með svona pínu sanserandi ögnum í.

berry_much

Berry Much – Sá síðasti og klárlega sá sem hefur verið vinsælastur hér á landi (enda ekki furða því hann er ótrúlega flottur!). Þessi er mjög dökkur og alveg töluvert dekkri en þessi mynd sýnir. Það er pínu bögg að bera hann á sig þannig að liturinn verði alveg jafn þar sem hann er svo dökkur en ég er alveg tilbúin að láta mig hafa það fyrir svona fallegan lit!

Þegar á heildina er litið eru þetta fínir varalitir. Þeir renna ekki til þegar þeir eru komnir á varirnar og haldast lengi á hverju sinni. Svo kosta þeir ekki hálfan handlegginn sem er alltaf plús :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar eru í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Janúar uppáhöld
Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar! L'Oréal Colorista Silver Shamopoo - Besta fjólubláa sjampó s...
Hátíðarlúkk #3 (Gigi) - SÝNIKENNSLA
Þá er komið að þriðja hátíðarlúkkinu en í þetta skiptið notaði ég vörur frá samstarfi Gigi Hadid við Maybelline! Ég fékk í gjöf frá Maybelline ...
Viva Glam x Taraji P. Henson
Mig langaði að sýna ykkur nýja samstarfið á milli MAC og Taraji P. Henson! Þetta er seinna Viva Glam samstarfið sem að Taraji gerir með MAC e...
powered by RelatedPosts