Maybelline Blushed Nudes

Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

IMG_9625

Ég veit ekki hversu lengi mig hefur langað í þessa blessuðu pallettu! Ég sá hana fyrst á Instagram hjá Maybelline þegar hún kom á markað og hef verið slefandi yfir henni alveg síðan þá. Ég hélt aftur af mér þegar hún kom til landsins fyrir nokkrum mánuðum þar sem ég á yfirþyrmandi nóg af augnskuggum en um daginn náði ég að réttlæta kaupin fyrir mér (að sjálfsögðu) og fjárfesti í einu stykki… flott Rannveig. Þetta var reyndar ekki mikil fjárfesting því pallettan kostar ekki mikið þegar þú berð hana saman við aðrar pallettur, rétt yfir 3000 kallinn ef ég man rétt.

IMG_9607

Ef þið eruð að leita ykkur að hinni fullkomnu pallettu til að gera hina fullkomnu brúðarförðun þá þurfið þið ekki að leita lengra! Þessi er full af rómantískum rósuðum litum, fallegum bleikum, antíkgull og brúnum tónum. Það kom mér virkilega á óvart þegar ég potaði í hana í fyrsta skipti í Lyfju um daginn hversu mjúkir og litsterkir augnskuggarnir eru. Þegar kemur að svokölluðum „Drug Store“ augnskuggum er ég ekki með miklar væntingar þar sem oftar en ekki eru þeir harðir og skilja lítinn lit eftir sig á augnlokinu. Ég hugsa að það hafi verið ástæðan fyrir að ég var ekki búin að kaupa þessa pallettu fyrr en nú en mér snérist svo hugur eftir að hafa komið við augnskuggana.

IMG_9618

Pallettan er byggð upp á mjög skemmtilegan hátt en það eru kannski ekki allir sem hafa tekið eftir því sem eiga pallettuna. Augnskuggarnir í henni eru raðaðir upp á ákveðinn hátt svo þeir myndi í rauninni litlar pallettur inni í stóru pallettunni sem hægt er að nota saman í ákveðnar augnfarðanir.

TEXT-HERE2

Pallettan skiptist upp í 3 augnskuggafjarka (hvítu kassarnir), 4 augnskugga þrista (svörtu kassarnir) og 6 augnskuggapör (númerin). Þessir litir hafa verið valdir sérstaklega saman af fólkinu hjá Maybelline sem veit sko alveg hvað það er að gera þegar kemur að litavali! Persónulega finnst mér þó verða að vera eins og einn mattur litur í hverri augnförðun bara til að ná skyggingunni réttri en það er alltaf hægt að stelast í aðra matta liti með þar sem það er einungis einn í pallettunni. Þessi uppröðun er samt svolítið sniðugt smáatriði fyrir þá sem eiga oft í erfiðleikum með að para saman liti sem henta hvor öðrum.

IMG_9654

Hér getið þið svo séð litaprufur af hverjum og einum lit í pallettunni. Ég á mér nokkra uppáhalds þarna og líka nokkra sem mér fannst ekki alveg nógu góðir eins og við má búast í hverri pallettu sem til er á markaðnum í dag. Það slá ekki alltaf allir litir í mark hjá manni þó að þessi komist ansi nálægt því hjá mér. Þið getið samt séð á myndinni hversu litsterkir augnskuggarnir eru!

Eins og ég kom aðeins inn á hérna áðan þá er bara einn mattur litur í pallettunni og vanalega vildi ég hafa þá fleiri en ég get fyrirgefið Maybelline þetta því hann er svo fáránlega flottur. Hinn fullkomni bleiki litur til að setja í glóbuslínuna fyrir róslitað lúkk og ég veit að ég mun klárlega nota hann mest af öllum litunum í pallettunni!

Augnskuggarnir blandast ágætlega saman en ljósu litina þarf að byggja aðeins upp svo að þeir sjáist vel á augnlokinu. Dökku litirnir eru litsterkari en þeir ljósu en smá Fix+ getur gert gæfumun í báðum tilvikum. Dökku litirnir verða þá dýpri og þeir ljósu verða litsterkari.

IMG_9625

Til að draga þetta saman þá er ég rosalega sátt með þessa pallettu og ég er í rauninni dálítið hissa á hversu góð hún er þar sem verðið vísar ekki til þess. Hún fær því toppeinkun frá mér! Ég tók myndir af lúkki sem ég gerði með henni um daginn en ég var reyndar á hraðferð svo ég veit ekki alveg hvernig myndirnar komu út. Sýni ykkur lúkkið í vikunni ef allt gekk upp í myndatökunni :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

1 Comment

  1. Avatar
    Sigríður Magnúsdóttir
    16/03/2016 / 13:01

    Æðislegt

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
Janúar uppáhöld
Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar! L'Oréal Colorista Silver Shamopoo - Besta fjólubláa sjampó s...
MYNDBAND: Einfalt gyllt smokey
Það tókst! Ég náði að klippa sýnikennslumyndbandið sem ég talaði um í færslunni minni gær fyrir daginn í dag! Mig langaði að gera bara stu...
powered by RelatedPosts