3   45
3   40
1167   353
0   47
0   41
10   58
1   50
0   61
5   68
3   71

Max Factor relaunch

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Í dag skrapp ég á stutta hádegiskynningu hjá Max Factor ásamt nokkrum öðrum og skemmti mér mjög vel. Max Factor hefur verið í sölu hér á landi í dágóðan tíma en nú hafa nýir eigendur tekið við merkinu og á heldur betur að taka það í gegn og því vel við hæfi að hafa relaunch!

Það er áhugaverð saga sem að liggur á bakvið merkið en fyrir þá sem ekki vita heitir merkið eftir rússneska efna- og förðunarfræðingnum Max Factor. Hann vann með mörgum af skærustu stjörnunum á gullöld Hollywood, stjörnum eins og Marilyn Monroe, Ava Gardner, Jean Harlow og Marlene Dietrich. Það var svo árið 1916 sem hann hóf að selja augnskugga og augabrúnablýanta en það var í fyrsta skipti sem að slíkar vörur voru í boði fyrir almenning utan kvikmyndabransans. Fjórum árum síðar fæddist Max Factor vörulínan. Max Factor var auk þess sá fyrsti sem kynnti orðið “make-up” í orðaforða allra förðunarsnillinga og lifir það orð enn virkilega góðu lífi í dag myndi ég segja ;) Mér fannst það alveg svakalega áhugavert en auðvitað hefur einhver fundið upp á því orði einhverntíman og núna veit ég hver! Þekking Max Factor og hæfileikar hans urðu til þess að hann hlaut heiðursverðlaun á Óskarnum fyrir framlög sín til kvikmyndabransans þegar kemur að förðun en hann á einnig stjörnu á The Hollywood Walk of Fame. Svo er líka gaman að segja frá því að Max Factor er langafi Davis og Dean Factor stofnanda Smashbox!

Það er stundum svo dásamlegt að kynna sér aðeins betur merki sem maður í rauninni vissi lítið sem ekkert um og ég veit ekki með ykkur en mér finnst þessi saga alveg æðisleg og svakalega heillandi!

Hér eru nokkrar myndir sem ég tók á kynningunni í dag bara að gamni :)

Við fórum svo ekki tómhent heim en ég fékk þessa gullmola með mér í poka og hlakka rosalega til að pota aðeins í allt og segja ykkur betur frá ef mér líkar vel.

Þar til næst!❤️ 

Fylgja:
Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
Lúkk gærkvöldsins!
Jii það var svo gaman hjá mér í gær! Ég var svo heppin að fá boð í launch partí hjá NYX Professional Makeup hér í Köben þar sem nýju Love You S...
powered by RelatedPosts