Marmaraneglur frá Ali

IMG_1114

Já það er sko ýmislegt sem hægt er að grafa upp á AliExpress það get ég sko sagt ykkur! Ég er búin að vera sjúklega veik fyrir marmara síðastliðnar vikur (eins og þið sjáið kannski á bolnum sem ég er í á höfundarmyndinni minni) og stóðst því ekki mátið að panta nokkra marmaralímmiða fyrir neglurnar. Þetta voru sko ekki dýr kaup en komið hingað heim með ókeypis sendingu kostuðu 4 pör af límmiðum mig 3,17 dollara. Miðana keypti ég HÉR en það er hægt að fá ýmsar gerðir af mismunandi marmara.

IMG_1120

Ég keypti mér þessar fjórar týpur til að byrja með en ég veit ég á eftir að kaupa mér fleiri því þetta er bara svo sjúklega töff! Munið þið eftir gömlu góðu 90’s naglalímiðunum sem maður lagði í bleyti og klístaraði svo á nöglina? Þetta er nákvæmlega eins. Ég byrja á því að setja Base Coat á nöglina og læt það þorna. Klippi svo niður límmiða fyrir hverja nögl fyrir sig og legg þá í bleyti. Næst fletti ég miðanum af pappírnum og kem honum fyrir á nöglinni. Með þurrum eldhúspappír pressi ég ofan á límmiðann þar til hann leggst þétt upp að nöglinni og er nákvæmlega eins og ég vil hafa hann. Næst leyfi ég þessu alveg að þorna. Þegar þetta er orðið þurrt raspa ég brúnirnar á límmiðanum niður með naglaþjöl og ber svo Top Coat yfir nöglina.

_MG_1179

Ég setti á mig hvítu marmaramiðana í gær og váááá hvað ég er ánægð með útkomuna! Ég get eiginlega ekki hætt að horfa á neglurnar mínar… það er orðið pínku vandræðalegt. Það er samt ekki jafn vandræðalegt og þegar ég held á símanum mínum sem er í marmarahulstri með marmaranöglunum mínum. Þegar ég fattaði það þá ákvað ég allavega að klæðast ekki maramarabolnum mínum á sama tíma og ég væri með símann í hulstrinu (sem ég keypti líka á Ali HÉR) og límmiðana á nöglunum!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
!Fyrir alla nude-ara!
Ég elska þessa línu! Ég varð bara að byrja færsluna á því, það var bara ekkert annað í stöðunni! Nude er minn litur alveg í gegn og þetta er ...
OPI x ICELAND!!!
Þá er ég komin aftur á skrið eftir stutt en mjög gott frí og það er sko heldur betur mikið búið að ske! Ég missti nánast andlitið þegar ég sá að ...
powered by RelatedPosts