4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Makeup Geek lúkk

IMG_6039

Mig langaði að sýna ykkur þetta lúkk sem ég skartaði á fyrsta Belle.is hittingnum um daginn og segja ykkur aðeins frá því hvernig ég skapaði það. Við Belle stelpurnar hittumst um síðustu helgi og fórum á Tapas barinn sem var alveg yndislegt og mig langaði að nýta tækifærið og gera eitthvað lúkk með nýju Makeup Geek augnskuggunum mínum. Þeir voru því þeir einu sem ég notaði til að ná þessari augnförðun.

IMG_6037 2

Alltaf þegar ég sest niður við snyrtiborðið mitt og ætla að gera eitthvað létt og einfald lúkk þá endar það alltaf svona – hádramatískt og áberandi! Það er er reyndar eitthvað við þetta lúkk sem minnir mig sjúklega mikið á Jaclyn Hill sem er alls ekki slæmt þar sem hún er algjör æðibiti! Sem aðallitinn á auglokið notaði ég litinn Secret Garden sem er Duochrome litur frá MG. Hann er fáránlega flottur og eins og þið sjáið þá er hann sægrænn byggður á vínrauðum grunni sem sést betur eftir því hvernig ljósið fellur á hann.

IMG_6038 2

Mig langaði svo að endurspegla förðunina á auglokinu meðfram neðri augnháralínunni og notaði því sægrænan augnblýant inni í vatnslínunni sem kom rosalega skemmtilega út og toppaði lúkkið algjörlega að mínu mati. Restina af förðuninni reyndi ég að hafa hlutlausa og lagði áherslu á ljómandi og heilbrigða húð.MakeupGeek_lookHér er lýsing á því hvernig ég náði augnförðuninni skref fyrir skref:

1. Eftir að hafa grunnað augnlokin mín bar ég litinn Beaches and Cream í glóbuslínuna.

2. Næst tók ég litinn Tuscan Sun sem er æðislega fallegur kóralbleikur og setti hann einnig í glóbuslínuna en Beaches and Cream augnskugginn sem ég setti þar á undan hjálpaði til við að blanda þessum lit vel út.

3. Næst tók ég litinn Bitten sem er klikkaður vínrauður litur og kom honum fyrir yst á augnlokið. Litinn dró ég svo í glóbuslínunna en sá til þess að hann færi ekki jafn ofarlega í hana og liturinn Tuscan Sun gerði.

4. Alveg yst á augnlokið setti ég litinn Americano sem er verulega dökkbrúnn litur og blandaði honum út þar. Ég sá til þess að þessi litur væri einungis yst á augnlokinu.

5. Þá er komið að aðalstjörnunni í lúkkinu en litinn Secret Garden tók ég á flatan blöndunarbursta og bleytti svo burstann með smá Fix+. Litinn setti ég svo á allt augnlokið en setti þó aðeins létt lag af honum yst á það. Þetta gerði ég til að liturinn myndi blandast vel við restina af litunum og engin skil myndu sjást.

6. Til að birta yfir innri augnkrók notaði ég litinn Shimma Shimma.

Meðfram neðri augnháralínunni setti ég litinn Bitten en inni í vatnslínuna setti ég augnblýant frá Dior sem heitir Diorshow Khol og er í litnum 379. Ég setti nóg af litnum inn í neðri vatnslínuna svo þegar ég blandaði Bitten sem ég bar meðfram augnháralínunni áður út með litnum Tuscan Sun þá myndi augnblýanturinn smitast smá niður fyrir hana.

Vonandi hafið þið skilið þessa lýsingu hjá mér ágætlega og getið endurskapað lúkkið ef þið hafið áhuga á því! :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Maskari sem þolir ýmislegt!
Það er löngu komið að þessari færslu hjá mér þar sem þessi maskari og maskaragrunnur er búinn að vera í stanslausri notkun hjá mér í nánast all...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
powered by RelatedPosts