Makeup Geek Haul!

Vörurnar eru í einkaeigu

_MG_7251

Jæja ég missti mig smá! Þegar að nokkrir ættingjar mínir skruppu til USA um daginn fékk ég leyfi hjá þeim til að panta mér nokkra hluti til að taka með heim og eins og svo oft áður leitaði hugurinn minn strax í snyrtivörur. Það er alls ekki málið að ég eigi ekki nóg af förðunarvörum þetta er bara svo skemmtilegt :) Þeir augnskuggar sem eru í mestu uppáhaldi hjá mér ásamt Too Faced augnskuggunum eru augnskuggarnir frá Makeup Geek. Formúlan þeirra er alveg eins og smjör, blandast eins og draumur og endist rosalega lengi á húðinni.

_MG_7272

Ég á nokkra augnskugga nú þegar en hef ekkert keypt mér frá fyrirtækinu síðan að Duochrome augnskuggarnir þeirra komu á markað svo núna keypti ég mér sex stykki af þeim til að prófa :)

_MG_7334

Augnskuggarnir í efri röð frá vinstri til hægri eru: Secret Garden, Havoc og Steampunk. Augnskuggarnir í neðri röð frá vinstri til hægri eru: Ritzy, Rockstar og I’m Peachless

Ég er bara búin að prófa Secret Garden og hann er gjörsamlega klikkaður! Duochrome augnskuggarnir líta öðruvísi út á húðinni en þeir gera í umbúðunum og breytist liturinn á þeim eftir því hvernig birtan fellur á þá. Ótrúlega skemmtilegur eiginleiki sem gaman er að leika sér með.

_MG_7312

Ég missti mig svo smá þegar kom að því að kaupa venjulega augnskugga og keypti ég heilan helling af möttum augnskuggum en einungis einn shimmer.

_MG_7346

Augnskuggarnir í efri röð frá vinstri til hægri og niður eru: Taboo, Americano, Bitten, Mocha, Brownie Points, Barcelona Beach, Morocco, Tuscan Sun, Cupcake, Beaches and Cream, Vanilla Bean og Shimma Shimma

Ég er ástfangin af þessum öllum en ég gerði í því að velja mér liti sem ég gæti notað í hvaða lúkk sem er! Margir litirnir eru skyggingarlitir og blöndunarlitir en Shimma Shimma er hinsvegar fullkominn litur til að birta yfir í innri augnkrók. Hann minnir mig pínu á Nylon frá MAC.

_MG_7403

Þetta eru þá allir Makeup Geek litirnir sem ég á en mig vantar eiginlega 6 í viðbót svo ég geti fyllt upp í Z pallettuna mína ;)

_MG_7390

Allir augnskuggarnir frá Makeup Geek eru svokallaðar fyllingar svo maður verður að geyma þá í einhverskonar segulpallettu hvort sem það eru Z pallettur, palletturnar frá MAC eða þessar sem ég nota sem ég keypti nú bara á Aliexpress. Þar fékk ég tvær á 20 dollara :)

_MG_7249

Ég mæli klárlega með því að þið prófið Makeup Geek ef þið hafið ekki gert það nú þegar og nýtið tækifærið að kaupa ykkur ef þið eða einhver sem þið þekkið eruð að fara til USA. Tollurinn leggst náttúrulega svolítið á augnskuggana þegar þeir eru sendir hingað heim svo þeir verða dálítið dýrir þannig :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar eru í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Maskari sem þolir ýmislegt!
Það er löngu komið að þessari færslu hjá mér þar sem þessi maskari og maskaragrunnur er búinn að vera í stanslausri notkun hjá mér í nánast all...
Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
Janúar uppáhöld
Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar! L'Oréal Colorista Silver Shamopoo - Besta fjólubláa sjampó s...
powered by RelatedPosts